Ég er komin heim frá Stokkhólmi og eins og alltaf þá var alveg æðislegt! Við vorum þrjár nætur, ég og vinkona mín. Við fórum út í brjálaðri snjókomu og lentum hérna heima í alveg ótrúlega góðu veðri sem var frekar fyndið. Við vorum mest að skoða í búðum, labba um og borða, MIKIÐ. Við byrjuðum ferðina á skyldustoppi á Max Hamburgare, en þar fást bestu hamborgararnir í Svíþjóð (að mínu mati). Við gistum á Haymarket by Scandic sem er ótrúlega fallegt hótel á Hötorget sem er ca 5 mínútna labb frá aðal lestarstöðinni. Morgunmaturinn á hótelinu er alveg geggjaður og það er allt sem maður gæti hugsað sér í morgunmat í boði. Það eru egg, beikon, pönnukökur, vöfflur, bakkelsi, brauð, jógúrt, grautur og allskonar fleira, svo er meira að segja hægt að panta sér ommulettu.




Við vorum með þétta dagskrá sem ég bjó til til þess að nýta dagana mjög vel. Ég ætla að deila dagskránni okkar hérna (neðst í færslunni) en auðvitað hliðraðist eitthvað til eins og bara gerist og eitthvað datt út og annað bættist við. Við fórum tvisvar út að borða, fyrst á Riche, þar er eiginlega möst að panta sér sænskar kjötbollur ef þið spurjið mig. Síðan fórum við á stað sem heitir Giro Pizzeria og hann er líka alveg truflaður! Kokteilarnir voru mjög góðir og pizzurnar enn betri. Ég var búin að sjá að staðurinn hefði fengið einhver verðlaun svo ég ákvað að prófa hann, hafði ekki farið á hann áður og varð ekki fyrir vonbrigðum.




Við vorum mikið í búðum, þó að við versluðum ekkert allt of mikið. Ég mæli með að fara í NK, Åhlens City og Mood Gallerian að skoða. Það er ótrúlega skemmtileg búð í Mood Gallerian sem mamma sagði okkur frá sem heitir Leilas General Store sem er algjört möst fyrir þá sem elska að elda og baka, ég hefði getað eytt mörgum tímum þarna. Ég keypti fallegt kökuskraut þarna meðal annars. Síðan var önnur búð þarna sem heitir Adoore og þar eru ótrúlega fallegir kjólar sem eru hannaðir af sænskum áhrifavaldi, Petra Tungården, vandaðir fallegir kjólar og falleg búð, ég keypti mér einn. NK og Åhlens City eru svo svona department stores þar sem hægt er að eyða heilum degi alveg auðveldlega, það eru margar hæðir af allskonar merkjum og vörum.





Síðan röltum við Birger Jarlsgötuna en þar eru þessi helstu merki eins og Gucci, Louis Vuitton og Prada. Síðan er þar líka Zara Home sem er ótrúlega gaman að kíkja í og Livly, ein fallegasta barnafatabúðin í Stokkhólmi. Það er síðan hliðargata þar, Biblioteksgatan, þar sem Sephora er t.d.







Við löbbuðum um 20.000 skref á dag því við vorum labbandi allan daginn (með nokkrum drykkjarstoppum). Það er algjört möst að vökva sig fyrir búðirnar og við fórum á stað sem heitir Spesso, hann er vel staðsettur rooftop bar sem er ótrúlega skemmtilegt að setjast niður á, mæli með því!
Ég setti inn „haul“ á Instagram hjá mér með öllu sem ég keypti mér í Stokkhólmi, ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið alltaf sent mér þar.



Ég átti afmæli þremur dögum eftir að við komum heim, þann 3. maí. Ég átti alveg æðislegan afmælisdag. Ég bakaði alveg ótrúlega góða köku en ég fékk uppskriftina frá Freistingum Thelmu, uppskriftin hér. Ég bauð svo uppá freyðivín með. Oliver gaf mér svo Dyson Airwrap í afmælisgjöf sem hafði verið á óskalistanum mínum lengi og ég er að prufa mig áfram með hann núna, þetta er smá kúnst að læra á þessa græju. Við mamma erum svo að fara til Köben á fimmtudaginn bara tvær að heimsækja bræður mína sem búa þar. Það verður mikið stuð, það er alveg brjálað að gera hjá manni þessa dagana.

Til hamingju með afmælið 😁
Líkar viðLíkar við
Takk😃
Líkar viðLíkar við