Penne Vodka

Þessi pastaréttur varð fljótt einn af mínum uppáhalds. Hann er einfaldari en manni grunar og svo ótrúlega bragðgóður. Vodkað sér til þess að gera tómatana sætari og er sósan því alveg guðdómleg með pastanu. Vodkað er soðið niður svo það er alveg óhætt að gefa börnum þennan rétt, það er ekkert vodka bragð.

  • 500 gr penne pasta
  • 300 gr pancetta (fæst í costco)
  • 4 hvítlauksrif
  • 2 dósir af niðursoðnum tómötum
  • 2-3 dl rjómi
  • ólífuolía
  • parmesan
  • 2 msk smjör
  • steinselja
  • 10-15 cl vodka
  • salt
  • chiliflögur

Byrjar er á því að skera pancetta í litla strimla. Síðan er olía sett í pönnu og pancetta strimlarnir steiktir á háum hita í nokkrar mínútur. Þegar kominn er góður litur á kjötið þá er söxuðum hvítlauksrifum bætt út á pönnuna. Vodka er síðan hellt út á pönnuna (ef þið eruð með gashellu slökkvið þá undir á meðan þið hellið!) og leyft að sjóða niður. Síðan er tómötunum hellt í skál og þeir maukaðir (annað hvort með höndunum eða með gaffli td) og síðan hellt út í pönnuna. Að mauka tómatana svona styttir eldunartíman töluvert. Þessu er leyft að malla þar til hægt er að draga sleif þvert yfir pönnuna og sósan rennur ekki tilbaka. Síðan er rjómanum bætt út á, það er bara eftir smekk hversu mikið er notað af honum. Svo er chiliflögum bætt út á og sósunni leyft að malla, smakkið sósuna til hvort þið viljið salta.

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum en takið tvær mínútur af eldunartíma, pastað mun klára að eldast í sósunni undir lokin. Mikilvægt er að salta vatnið mjög vel þegar byrjar að sjóða, alveg heil lúka af salti. Þegar pastað er klárt þá er tekið til hliðar smá af pastavatninu en það er fullt af sterkju og salti sem gerir pastað ótrúlega gott. Pastanu er svo blandað við sósuna og smá af pastavatninu. Þegar allt er blandað vel saman er smjöri hrært saman við, en það gerir ótrúlega mikið fyrir réttinn. Síðan er þetta borið fram með parmesan og steinselju.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s