Besta smjörkremið

Í gær var brúðkaup hjá elsku mömmu og Hemma. Dagurinn var alveg yndislegur og veðrið ótrúlega fallegt. Athöfnin fór fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og veislan var á Vinnustofu Kjarval.

Ég fékk þann heiður að vera beðin um að baka. Við mamma ákváðum í sameiningu að best væri að vera með bollakökur þar sem þær voru bæði covid vænar og svo var fingramatur í veislunni þannig það voru engir diskar. Ég ákvað að gera hvítt smjörkrem og gera rósir á kökurnar. Ég ákvað því að deila hér uppskriftinni sem mér finnst virka best þegar ég er að skreyta kökur.

  • 500 gr silfrað smjör
  • 3 msk rjómi
  • 1 msk vanilludropar
  • 500 gr flórsykur

Byrjað er á að þeyta smjörið á miklum hraða þar til það er orðið mjög ljóst, nánast hvítt. Þetta getur tekið smá tíma og mikilvægt er að skrapa hliðarnar til þess að allt smjörið verði ljóst. Þegar smjörið er tilbúið þá er rjómanum og vanilludropunum hrært saman við. Að lokum er flórsykrinum hrært saman við, hellt smá út í einu og hrært vel. Ef kremið verður of þykkt er bætt smá rjóma útí. Þegar allt er blandað vel saman er kremið tilbúið. Það er hægt að setja matarlit útí ef maður vill það á þessu stigi og passa að hræra það vel saman við. Leynitrixið við að fá mjúkt og gott smjörkrem lærði ég fyrir ekki svo löngu. Það er að taka sleif og ýta smjörinu upp í hliðarnar á skálinni og velta kreminu um með sleifinni til þess að ná öllu lofti úr því og þá sleppir maður alveg við leiðinlegar loftbólur í kreminu. Í rósirnar notaði ég 2D frá Wilton á sprautupoka, aðferðina er hægt að finna á youtube.

Ein athugasemd á “Besta smjörkremið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s