Þessi réttur er einn besti fiskréttur sem ég hef smakkað. Hann er rosalega fljótlegur og auðveldur en ég var í kappi við tíman að gera hann eftir vinnu til þess að ná að mynda í dagsbirtu en það gekk frekar brösulega. Hér er hinsvegar uppskriftin og myndir sem fá að duga.

- laxaflak
- 2 dl sýrður rjómi
- 3 dl rjómi
- lúka af fersku dill
- 1 sítróna
- 1 fiskiteningur leystur upp við 1/2 dl heitu vatni
- 1 tsk túrmerik
- sítrónupipar
- salt
Byrjað er á því að skera flakið í 4 bita og raða í eldfast mót. Þar næst er teningurinn leystur upp í vatninu og blandað saman við sýrða rjóman, rjóman, dillinu fínsöxuðu, sítrónusafa og sítrónubörk og túrmerik. Síðan er blöndunni hellt yfir fiskinn og salt og sítrónupipar sett yfir. Þetta er síðan eldað á 200° í miðjum ofni í 15-20 mínútur. Setjið sítrónu og dill yfir og berið fram með kartöflum eða hrísgrjónum.
