Salthnetu-ostakaka

Helgin hjá okkur var mjög skrautleg. Við keyptum okkur nýlega nýjar hurðir á alla íbúðina okkar og það var smiður að setja þær upp síðustu daga. Við þurftum því að vera hjá tengdó á meðan svo Emma færi ekki í allt dótið og draslið sem fylgdi. Við Emma duttum akkúrat í flensu og Oliver var í allskonar skilum í skólanum, þannig það var ástand. Nú er hinsvegar heimilið komið í stand og við getum flutt heim aftur. Við erum í skýjunum með útkomuna á hurðunum en þetta gjörbreytir allri íbúðinni. Fyrir voru eikarhurðir sem voru orðnar mjög appelsínugular og lúnar.

Þeir sem þekkja mig vita að ég elska hnetusmjör og þeir sem eru á þeirri lest eins og ég munu elska þessa köku. Hún er reyndar blanda af tvennu uppáhalds hjá mér, ostakökum og hnetusmjöri, algjört lostæti! Mæli með þessari.

Botn

  • 24 stk oreokex
  • 50 gr smjör

Myljið kexið í matvinnsluvél eða blandara. Bræðið smjörið og blandið saman við mylsnuna. Þrýstið blöndunni í botn á formi (best er að formið sé með lausan botn).

Fylling

  • 3 dl rjómi
  • 600 dl rjómaostur
  • 2 dl hnetusmjör
  • 2 dl flórsykur
  • 1 msk vanillusykur

Byrjað er að þeyta saman rjóma og rjómaost þar til blandan er orðin smá þykk eða eins og léttþeyttur rjómi. Þá er hnetusmjörinu bætt útí en hraðinn lækkaður á hrærivélinni á meðan. Þegar allt er vel blandað saman er flórsykri og vanillysykri bætt útí og hrært saman við með sleif. Blöndunni er síðan hellt yfir botninn og látin standa í ísskáp í amk 4 klst.

Toppur

  • 200 gr mjólkursúkkulaði
  • 0.5 dl rjómi
  • salthnetur eftir smekk

Rjóminn er hitaður upp að suðu og þá er honum hellt yfir súkkulaðið og blandað saman þar til súkkulaðið er bráðið. Bætið rjóma við ef þarf. Hellið blöndunni yfir fyllinguna og setjið salthnetur yfir.

Ein athugasemd á “Salthnetu-ostakaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s