Ég elska bananabrauð. Ég man svo eftir því að koma heim þegar ég var lítil eftir að hafa verið úti allt kvöldið og mamma var búin að baka bananabrauð. Ég sá um daginn uppskrift af eplabrauði. Ég hafði aldrei heyrt um svoleiðis áður og ákvað ég að prófa að baka það, breyta smá til frá bananabrauði. Þetta brauð kom ótrúlega á óvart og Emma stóð á beit! Emma borðaði það eintómt en ég smurði það með smjöri, namm hvað það var gott. Ég tók eftir því þegar ég ætlaði að baka brauðið að ég er búin að týna brauðforminu mínu. Ég verð að finna þau eða kaupa mér ný. Eldhúsið ilmaði svo vel eftir að ég tók brauðin út, það var ekki verra! Uppskriftin gefur tvö brauð.

- 2 stór rauð epli
- 0.5 dl sykur
- msk kanill
- 4 bollar hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- 4 egg
- 2.5 bolli eplamauk
- 3/4 bolli bráðið smjör
- 1 msk vanilludropar

Byrjað er á að skera eplin í litla bita. Sykrinum og kanil er blandað saman og hellt yfir eplabitana og hrært því saman svo öll eplin séu þakin kanilsykri. Þetta er sett til hliðar og þurrefnin sett saman í skál. Eggjum, eplamauki, smjöri og vanilludropum er bætt saman við þurrefnin og hrært, mikilvægt er að hræra ekki meira en þarf. Hrærið eplunum svo samanvið deigið með sleif. Skiptið deiginu í tvö smurð form og bakið við 175° í 45-60 mínútur. Ég stráði kanilsykri yfir deigið í forminu áður en þau fóru í ofninn.