Í gær var haldið árlega jólaboðið heima hjá föðurömmu minni. Það áttu allir að koma með eitthvað á hlaðborð og kom kærasti frænku minnar hann Jonas, sem er Dani, með smørrebrød. Þar sem þetta leit svo svakalega vel út hjá honum var þetta allt myndað í bak og fyrir og tilkynnti ég honum að þetta myndi enda á blogginu og hann þyrfti að senda mér allar uppskriftir.

Öll smørrebrød með sólkjarnabrauði (danskt rúgbrauð) í botninn og skreytt með spírum.
Roastbeef
- Smjör
- Remúlaði
- Salat
- Paprika
- Steiktur laukur
- Rauðlaukur
Ítalskt salat
- Skinka
- Ítalskt salat (mæjónessalat)
- Tómatur
- Gúrka
- Salat

Æggemad
- Egg
- Mæjónes
- Sítróna
- Salat
- Tómatur
- Gúrka
Leverpostej
- Dönsk lifrarkæfa
- Steiktir sveppir
- Beikon
- Paprika
- Rauðkál