Jólasveina pönnukökur

Ég man ennþá eftir því þegar ég var lítil hvað mig hlakkaði mikið til jólanna. Það var svo erfitt að bíða eftir aðfangadegi, manni fannst desember aldrei líða. Þegar maður var lítill fannst manni allt tengt jólunum svo spennandi og eitthvað sem var kannski ómerkilegt fyrir fullorðna fólkinu þótti manni sjálfum alveg ótrúlega merkilegt. Mér finnst mjög gaman að gera eitthvað smá extra fyrir Emmu til þess að skapa minningar og gera jólahátíðina töfrandi fyrir hana. Það þarf ekki að vera flókið að gera. Ég fór á Pinterest og fann þessa hugmynd og tók hún mig um 5 mínútur að framkvæma. Það voru allskonar hugmyndir sem væri gaman að prufa seinna, mæli með að skoða á Pinterest.

  • Pönnukaka (skiptir ekki máli hvernig)
  • Jarðaber
  • Bananar
  • Grísk jógúrt
  • Smarties
  • Flórsykur

Setjið pönnukökuna á miðjan diskinn, raðið skornum jarðaberjum í hatt fyrir ofan pönnukökuna. Dreifið grískri jógúrt fyrir neðan jarðaberin og setjið doppu efst eins og dúsk á jólasveinahúfunni. Gerið síðan skegg með grískri jógúrt og bönunum. Ég notaði smarties í augun og nefið. Ég stráði svo flórsykri yfir sem átti að vera snjórinn. Það er hægt að svissa út innihaldsefnunum og leika sér með þetta eftir smekk barnsins. Til dæmis væri hægt að hafa þeyttan rjóma í stað þess að hafa jógúrt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s