Smores brownie

Í kvöld erum við að fara í mat til tengdó og ætlum að hafa það notalegt. Nú styttist svakalega í jólin og það þýðir að bræður mínir eru að fara að koma heim úr lýðháskóla í Danmörku og mamma fer að eiga afmæli. Ég elska þennan árstíma, vil helst ekki að hann endi!

Þessi kaka er alveg tryllt bomba. Innblásturinn af henni eru smores. Blautur, klístraður brownie botn, sykurpúðafluff og grahamskex mulningur.

  • 3 egg
  • 275 gr púðursykur
  • 185 gr smjör
  • 185 gr suðusúkkulaði
  • 80 gr hveiti
  • 40 gr kakó
  • 100 gr súkkulaðidropar
  • Fluff (keypti í Krónunni, annars er hægt að dreifa sykurpúðum yfir og baka með síðustu 3 mínúturnar)
  • 100 gr suðusúkkulaði
  • Grahamskex

Byrjað er á því að þeyta saman eggin og sykurinn. Súkkulaðið og smjörið er brætt saman og hellt út í eggjablönduna og blandað saman við. Hveitinu og kakóinu er svo hrært rólega saman við með sleif og svo súkkulaðidropunum. Klæðið form með bökunarpappír og bakið við 180° í 23 mínútur. Ef þið eruð ekki með Fluff þá er kakan tekin út eftir 20 mínútur og sykurpúðum dreift yfir kökuna og hún sett inn aftur í 3 mínútur. Takið kökuna úr ofninum og leyfið að kólna. Dreifið Fluffinu yfir kökuna og kælið í ísskáp. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir kökuna og stráið mulnu grahamskexi yfir. Ég notað piparkökur í þetta skipti sem kom ekki að sök, bætti smá jólabragði við.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s