Maríukaka

Þegar pabbi átti afmæli bakaði Guðrún, konan hans, þessa köku fyrir hann. Hann talaði ekki um annað í langan tíma svo ég bara varð að prófa að skella í hana. Ég gerði hana í gærkvöldi og var hún alveg mikið einfaldari að gera en ég hafði búist við. Hún er alveg tryllt, ég mæli með að gera þessa. Hún er aðeins öðruvísi og skemmtilegt að bjóða uppá hana.

  • 3 egg
  • 1 dl sykur
  • 4 msk smjör
  • 100 gr dökkt súkkulaði
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk salt
  • 1 1/2 dl hveiti

Byrjað er á að þeyta egg og sykur vel saman. Smjör og súkkulaði er brætt og blandað saman við við eggjablönduna. Svo er restinni blandað saman við með sleif varlega. Bakað við 180° í 17 mínútur.

  • 4 msk smjör
  • 1 dl púðursykur
  • 3 msk rjómi
  • 150 gr pekanhnetur
  • 100 gr dökkt súkkulaði

Hráefnunum er öllum blandað saman í potti í þunna karamellu á meðan kakan er í ofninum. Þegar kakan er búin að bakast í 17 mínútur er söxuðum pekanhnetum dreift yfir hana og karamellunni hellt svo yfir. Kakan fer aftur inn í ofn í 17 mínútur. Um leið og kakan kemur út er söxuðu súkkulaði stráð yfir hana.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s