Oreo fudge

Núna eru minna en 10 dagar til jóla og ég er bara ekki að ná því. Mér finnst ennþá eins og það sé bara byrjun desember en ekki að hann sé hálfnaður. Ég er að byrja baksturinn frekar seint að mínu mati en aftur á móti græjaði ég jólagjafirnar fyrr í ár í staðinn. Við mamma höfðum sörubakstur í gær og amma kom líka. Við áttum mjög notalegt kvöld saman og eigum núna fullt af sörum í frysti, þá mega jólin koma. Emma er farin að venjast jólasveinaheimsóknum á nóttunni, hún vildi fyrst ekki sjá neitt dót í skónum sínum. Hún er orðin spennt að sjá hvað er í skónum á morgnanna og kíkja í dagatalið sitt.

Mamma gerði stundum fudge fyrir jólin, engin ein heilög uppskrift. Ég vildi setja amk eina hér inn fyrir jólin en þetta eru ekki klassísku smákökurnar sem maður gerir fyrir jólin en mjög gott samt sem áður. Þetta tekur enga stund að gera og inniheldur mjög fá hráefni. Það geta allir gert þetta, sama hversu góður maður er í eldhúsinu.

  • 400 gr hvítt súkkulaði
  • 1 dós sæt niðursoðin mjólk
  • 2 pakkar oreo

Byrjað er á að brytja niður súkkulaðið og setja í skál ásamt mjólkinni. Þetta er brætt saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og hrært vel saman. Myljið oreo kexið gróft. Klæðið form með bökunarpappír og dreifið helmingnum af oreo mulningnum yfir formið, hellið súkkulaðiblöndunni yfir og svo restinni af oreo mulningnum ofan á. Leyfið þessu að stífna í ísskáp í minnst tvær klukkustundir. Skerið í bita og njótið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s