Piparkökuskeljar

Ég elska að fá mér ís og fer ég mjög oft í ísbúð á kvöldin. Ég hinsvegar fæ mér ekki oft venjulegan ís, s.s. ekki úr vél nema hann sé heimagerður jólaís. Amma mín gerir besta bismark ís í heimi og elska ég að fá hann á annan í jólum í jólaboði heima hjá henni. Ég held að hann væri sjúklega góður í þessum skeljum en ég datt niður á þessa hugmynd á instagram og ákvað að prófa og varð ekki fyrir vonbrigðum. Mjög mikilvægt samt að nota bökunarpappír á milli því annars festist deigið við formið.

  • 60 gr smjör
  • 1/4 bolli púðursykur
  • 1/4 síróp
  • 1 eggjarauða
  • 1 1/2 bolli hveiti
  • 1 tsk engifer
  • 1 tsk negull
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk matarsódi

Byrjið á að þeyta saman smjör og púðursykur. Bætið við sírópinu og eggjarauðunni og þeytið áfram. Bætið við þurrefnum og blandið þeim saman við. Bakið við 180° í 10 mínútur á öfugri möffins bökunarplötu. Leyfið að kólna og berið fram með ís.

Nánari útskýring hvernig á að baka – mynd fengin af google

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s