Potpourri

Ég datt nýlega inná aðgang á Tiktok þar sem stelpa á mínum aldri var að gera allskonar „potporris“. Það sem hún gerir er að sjóða saman í potti einhver matvæli sem lætur heimilið ilma stórkostlega án þess að nota kerti, sem geta innihaldið skaðleg efni og sót (ekki það, ég elska að kveikja á kertum). Það sem ég elska við þessa hugmynd er að maður getur notað til dæmis ávexti sem eru farnir að lýta illa út og minnkað þannig sóunina. Ég ætla að deila með ykkur minni go-to uppskrift að potpourri þessa dagana en hún er mjög jólaleg og hlý. Ilmurinn berst um allt húsið en ekki bara eitt rými eins og kertin eiga til.

  • 1 epli
  • 1 appelsína
  • smá negull
  • smá kanill
  • skvetta af vanilludropum

Byrjað er að skera ávextina í bita. Síðan er þessu skellt í pott ásamt vatni. Þá er kryddunum og vanilludropunum bætt útí. Síðan er mikilvægt að láta suðuna koma upp áður en lækkað er í pottinum og þessu leyft að malla á lægri hita. Athugið að það þarf að fylgjast með vatnsmagninu svo það gufi ekki allt upp. Ég hef líka sleppt kryddunum og vanilludropunum og bætt við rósmarín en ég mæli með að leika sér með þetta. Svo er stelpan á Tiktok með fullt af uppskriftum, notendanafnið hennar er Reeselaa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s