Heitt súkkulaði

Í dag sóttum við Emmu á snjóþotu í leikskólan sem henni fannst svakalega mikið stuð. Við komum við í nokkrum brekkum á leiðinni heim og við ætluðum aldrei að ná henni inn. Þegar við komum inn í hlýjuna fannst mér fullkomið að gera heitt súkkulaði fyrir mannskapinn. Það er svo notalegt eftir útiveru.

  • 1 líter nýmjólk
  • 3 plötur af suðusúkkulaði (300 gr)
  • 1/2 tsk vanilludropar (má sleppa)
  • þeyttur rjómi
  • súkkulaðispænir og/eða sykurpúðar

Brjótið súkkulaðið í pott og bætið smá vatni útá. Hrærið í þangað til súkkulaðið er bráðnað og bætið þá mjólkinni í. Hrærið vel saman og leyfið að hitna. Bætið vanilludropunum útí og slökkvið undir. Hellið í bolla og setjið þeyttan rjóma ofaná ásamt spænunum/sykurpúðunum.

Ein athugasemd á “Heitt súkkulaði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s