Desember óskalisti

Ég trúi ekki hvað desember er búinn að vera fljótur að líða. Það eru 11 dagar til jóla! Ég er smá ekki að ná því þar sem við erum búin að vera veik hvert á eftir öðru og hef ég bara ekki haft mikla orku í að elda eða baka. Ég kom mér loksins í það að baka sörur um helgina, það finnst mér vera algjört möst ásamt lussebullar sem ég ætla að baka núna á næstu dögum. Annars þá gaf þeytarinn á KitchenAid vélinni minni sig í sörubakstrinum sem var alveg æðislegt svona rétt fyrir jól, svo ég verð að fara að kaupa mér nýjann, afhverju þarf alltaf eitthvað svona að gerast í desember?

Ég geri alltaf á hverju ári óskalista fyrir nánustu fjölskyldu, alveg eins og barn, með myndum og öllu. Ég ætla að deila nokkrum hlutum sem ég setti á óskalistann minn, það leynist eitthvað úr fyrri listum hérna á blogginu en það er bara það sem mig langar í. Vonandi gefur listinn ykkur einhverjar hugmyndir!

Steamery gufuvél – ég verð að eignast þetta því ég nenni aldrei að strauja!

Skims náttföt – hef heyrt að þessi séu dásamlega mjúk og svo eru þau svo klassísk

Royal Copenhagen – mig langar að safna í safnið mitt sem er mjög lítið

Anine Bing peysa – mér finnst allt frá Anine Bing flott en mig langar mest eins og er í peysu eða bol frá henni

Bink brúsi – það eru allir sem eiga þennan brúsa alveg húkkt á honum, held að vatnskonan sem ég er verði að eignast einn slíkann

Andrea húfa – þessi er búin að vera lengi á óskalistanum, er að reyna að eignast betri útiföt

Sonos – fékk einn svona í jólagjöf frá mömmu og manninum hennar fyrir þrem árum og nota hann stanslaust, langar í nokkra í viðbót og dreifa þeim um heimilið, þeir tengjast allir saman.

Ugg skór – eru ekki allir með þessa á sínum óskalista í ár? nema kannski þeir sem eiga svona fyrir.

Básar föðurland – talandi um útivistarfatnað þá vantar mig nauðsynlega föðurland og langar mig í svona. Emma átti svona og það var æðislegt, alltaf jafn mjúkt og fínt.

Stígvél – markmiðið mitt fyrir 2023 er að fara oftar út að leika með Emmu. Ég vil geta hoppað með henni í pollum og fíflast og verð ég þess vegna að eignast stígvél, alvöru stígvél, ekki leðurstígvél.

Steypujárnspott – mamma gaf okkur steypujárnspott frá Le Creuset í jólagjöf fyrir nokkrum árum og hann er í daglegri notkun, ég elska hann! Mig langar að eignast annan til þess að eiga amk tvo, jafnvel í fallegum lit þar sem hinn er svartur.

Ripple skálar frá Ferm Living – ég á glösin og mér finnst skálarnar mega sætar í stíl

Kubus skál – mér finnst þessi ótrúlega flott, sæt á stofuborðið til dæmis!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s