Afmælið hennar Emmu

Í gær héldum við uppá 3 ára afmælið hennar Emmu. Það var ótrúlega skemmtilegt, hún vildi hafa prinsessuþema og valdi prinsessu skraut og var í prinsessukjól. Emma sagði eftir daginn að henni hafi þótt dagurinn ótrúlega skemmtilegur og að hún vildi eiga afmæli á hverjum degi. Hún á svo afmæli á þriðjudaginn og þá ætlum við að fara með hana á Hamborgarafabrikkuna. Ég vildi hafa afmælið hennar mjög afslappað og hafa góðar klassískar veitingar. Ég var fimmtudag og föstudag bara að dunda mér að undirbúa fyrir afmælið sem var ótrúlega notalegt. Ég bauð uppá rúllubrauð með skinku og aspasblöndu, marengsstaf, kirsuberjaköku, skúffuköku sem Emma skreytti, kökupinna og pulsu broddgölt.

Skúffukakan sem ég gerði er kaka sem ég elska en það er uppskrift frá Evu Laufey sem hún er með í highlights hjá sér á instagram. Margir í afmælinu tóku strax eftir puslu broddgeltinum en ég ákvað að gera hann fyrir afmælið því hann er ekta barnaafmælis „réttur“ en hann er mjög oft í sænskum barnaafmælum, hann sló heldur betur í gegn og ég mæli með að gera svona í næsta barnaafmæli.

Broddgölturinn er mjög einfaldur en það þarf bara að gera kartöflumús, hvaða kartöflumús sem er en ég mæli auðvitað með þessari hérna. Svo er kartöflumúsinni skellt á fat og skeið rennt yfir hana til að móta hana og gera kúpta. Svo er soðnum eða steiktum kokteilpulsum þrýst í hana, eins og broddgöltur. Borið fram með tómatsósu.

Kirsuberjakakan er sjúklega góð og ég hef oft beðið mömmu um að baka hana fyrir mig, ein af mínum uppáhalds kökum. Mamma bakaði hana fyrir afmælið og hún vakti mikla lukku. Uppskriftin er hér.

Ég gerði svo marengsstaf fyrir afmælið hennar Emmu og afmælið hjá Aþenu, vinkonu Emmu sem varð þriggja ára síðustu helgi. Uppskriftin er hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s