Brie snittur

Ég bauð mömmu í heimsókn um daginn og vildi hafa eitthvað einfalt en gott þegar hún kæmi. Ég fann þessa uppskrift á Pinterest og ákvað að prófa. Við mæðgur urðum ekki fyrir vonbrigðum með útkomuna, þessar snittur væru fullkomnar sem forréttur í matarboði, í saumaklúbbnum eða sem föstudagskvölds snarl. Ég mæli með að prófa þessar.

Við fórum í gær á stúss og nýttum daginn rosalega vel. Við byrjuðum í Ikea að kaupa skipulagsbox fyrir dótið hennar Emmu, síðan fórum við í Álfaborg og keyptum flísar fyrir forstofuna sem við ætlum að fara að græja á næstunni. Við fórum svo í Byko að skoða allskonar fyrir baðherbergið okkar og síðan heim að taka geymsluna í gegn, hún þurfti mjög mikið á því að halda. Við vorum í marga tíma að sortera og flokka geymsluna og núna er hún rosa fín, ég vona að hún haldist þannig aðeins.

  • snittubrauð
  • brie ostur
  • ólífuolía
  • hráskinka
  • sulta
  • valhnetur

Byrjið á því að dreifa smá ólífuolíu yfir skorið snittubrauðið og bakið í ofni við 220° þar til það er komið með fallegan lit og er búið að ristast aðeins. Skerið Brie ostinn í þunnar sneiðar og leggið á snittubrauðin. rúllið hráskinkunni upp og festið með tannstöngli á brauðið. Dreifið sultunni yfir, ég notaði Cranberry and blueberry frá St. Dalfour og söxuðum valhnetum, gott er að þurrrista þær fyrst. Berið strax fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s