Lu ostakaka

Ég elska ostakökur en ég elska líka einfalda og fljótlega rétti og er þessi eftirréttur því fullkominn. Þessa prófaði ég að gera um daginn og var ótrúlega ánægð með afraksturinn. Mér finnst þessi uppskrift alveg ekta fyrir matarboð eða saumaklúbb til dæmis. Ég var kannski korter í heildina að búa ostakökuna til og svo er hún bara geymd í kæli svo það er alveg hægt að gera hana snemma og þurfa ekki að vera í neinu stressi ef maður er að bjóða uppá hana í boði.

Við áttum erfiða síðustu viku en við Oliver urðum bæði veik og á sama tíma misstum við elsku ömmu hans Olivers sem við vorum rosalega náin. Það sem huggar eru allar góðu minningarnar sem við áttum saman. Hún og Emma voru rosalega miklar vinkonur, þegar ég var með Emmu litla í fæðingarorlofi tók hún Emmu til sín alla miðvikudaga svo að ég gæti fengið tíma fyrir sjálfa mig. Hún var minn mesti peppari hvað varðaði þetta blogg og sendi mér skilaboð eftir hverja einustu færslu sem ég setti inn, hvað allt væri girnilegt hjá mér. Ég mun sakna hennar rosalega mikið og hugsa til hennar með mikilli hlýju, sérstaklega þegar ég fæ mér sætindi með rjóma en það kunni hún vel að meta, eins og ég.

  • 1 pakki Royal vanillubúðingur
  • 1 bolli mjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 peli rjómi (2,5 dl.)
  • 200 g rjómaostur
  • 1 bolli flórsykur
  • 2 kassar Lu kex

Þeytið saman búðingsduftið, mjólkina og vanilludropana og setjið í ísskáp í 5 mínútur. Hrærið saman flórsykri og rjómaosti í annari skál. Þeytið rjómann. Blandið þessu öllu saman í eina skál. Myljið kexið (í matvinnsluvél eða með frjálsri aðferð!). Setjið til skiptist í skál kex og ostakökublönduna, endið á kexinu. Geymið í frysti og takið út 1,5 klst. áður en kakan er borin fram. Hægt er að gera kökuna með miklum fyrirvara þar sem hún er sett í frysti.

Ég hef líka mulið kexið og sett í litlar skálar, sett svo ostakökublönduna yfir og toppað svo með kexi og geymt bara inni í ísskáp, það er líka mjög fallegt og lekkert á borði.

Ein athugasemd á “Lu ostakaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s