Basiliku parmesan pasta

Gleðilegan konudag! Ég vona að allar þið konur hafið átt æðislegan dag í dag og það hafi verið dekrað mikið við ykkur. Á morgun er einn besti dagur ársins að mínu mati. Ég elska bolludaginn, mér finnst þessir bolludags-mánudagar líklega bestu mánudagar sem til eru. Mér finnst langbestu bollurnar vera klassískar vatnsdeigsbollur með súkkulaðiglassúr, sultu og rjóma. Ég er búin að kaupa allt í bolludagskaffi á morgun en er líka búin að fá mér núna um helgina.

Í gær fór ég í afmæli til Auðar Hrannar, vinkonu minnar og það var ótrúlega skemmtilegt. Ég kom ekki heim frá henni fyrr en klukkan var orðin hálf þrjú og svaf því vel út í morgun sem var ótrúlega notalegt.

Ég ákvað að biðja mömmu um uppskrift að ótrúlega góðu pasta sem hún bauð uppá í síðasta frænkuhitting svo ég gæti sett inn á bloggið. Pastað fékk góð meðmæli frænknanna og hér kemur uppskriftin.

  • 450-500 gr kjúklingabringur
  • 100 gr brauðrasp
  • 350 gr parmesan
  • 1/2 tsk lauk krydd
  • 3 msk ólífuolía
  • salt og pipar
  • 450 gr spagetti
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 2 msk smjör
  • 350 ml fersk basilika
  • salt og pipar
  • chiliflögur
  • 500 ml kjúklingasoð (chicken broth)
  • 175 ml rjómi
  • 1/2 dl rjómaostur
  • prosciutto
  • 2 lúkur af ruccola
  • safi úr einni sítrónu
  • 2 msk steinselja

Blandið raspinu, 100 gr af parmesan og lauk kryddinu í skál. Þrýstið kjúklingnum ofaní blönduna svo blandan festist vel við allar hliðar á kjúklingnum. Gott er að berja bringurnar niður eða skera þær þversum til þess að fá þær þynnri og jafnari svo þær eldist jafnt.

Sjóðið vatn í potti og bætið við vænni lúku af salti. Sjóðið spagetti eftir leiðbeiningum.

Hitið pönnu og hellið 1 msk af ólífuolíu út á pönnuna. Saxið hvítlauk og steikið hann á miðlungsháum hita þar til hann fær góðann lit. Bætið þá smjörinu og basilikuni, fínsaxaðri, út á. Kryddið með salti, pipar og smá chiliflögum. Bætið soðinu og rjómanum út á og síðan rjómaostinum. Pískið saman og leyfið suðu að koma upp og látið malla í 5-8 mínútur þar til sósan þykknar.

Hitið pönnu með 2 msk a ólífuolíu og steikið kjúklinginn á hvorri hlið í 4 mínútur eða þar til hann fær fallegan lit og er eldaður í gegn. Skerið hann svo í strimla og stráið grófu salti yfir. Steikið hráskinkuna í 1 mínútu til að hita hana.

Bætið restinni af parmesan ostinum í sósuna og hrærið saman við, bætið pastanu ofaní og hrærið saman við. Bætið steinseljunni saman við. Berið pastað fram með kjúklingnum og hráskinkunni ofaná ásamt ruccola með smá ólífuolíu og sítrónusafa. Berið réttinn fram með parmesan og hvítlauksbrauði.

Ein athugasemd á “Basiliku parmesan pasta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s