Febrúar óskalisti

Vá hvað febrúar er búinn að líða hratt, sérstaklega miðað við hvað janúar var endalaus. Það er margt spennandi framundan hjá okkur en ég á bókaðar þrjár utanlandsferðir næstu 3 mánuði. Ég er að fara til Manchester í mars, ég hef aldrei komið þangað áður þannig ég er mjög spennt, síðan er ég að fara til Stokkhólms í apríl og svo Köben í maí. Það verður rosa fjör og ég get ekki beðið! Ég er farin að skrifa hjá mér eitt og annað sem mig langar til þess að kaupa mér úti, það verður gaman að deila því hér.

Ég man ekki hvort ég hafi sagt frá því á blogginu að við keyptum okkur loksins flísar í forstofuna og þvottahúsið. Við ætlum að byrja á að græja forstofuna en mér finnst skemmtilegra að hafa hana fína, það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur í heimsókn. Við keyptum flísarnar hjá Álfaborg og þær eru akkúrat eins og ég vildi hafa þær. Ég er spennt að skipta flísunum út og hengja upp snagana frá Vigt loksins. Ég hlakka mikið til að sýna ykkur lokaútkomuna og fyrir og eftir myndir, þið getið svo fylgst með þessum framkvæmdum betur á Instagram hjá mér ef þið viljið.

Ég ætla að deila með ykkur febrúar óskalistanum mínum.

Jakobsdahls hliðarborð – mig er búið að langa lengi í þetta hliðarborð, mér finnst það passa fullkomlega inná okkar heimili

Skóhilla úr Línunni – mér finnst þessi vera ótrúlega falleg og myndi passa vel inní forstofu hjá okkur.

Lulu lemon æfingarsett – efst á óskalistanum fyrir sjálfa mig eru ný föt í ræktina og ég ætla að kaupa mér þegar ég fer út.

Verpan loftljós – mér finnst þetta ljós tryllt en ég hef því miður engan stað fyrir það, annars færi það beint í körfu.

Djerf Avenue sloppur – eða bara allt frá Djerf Avenue, ég er mega skotin í Matilda Djerf, eiganda Djerf Avenue, þessa dagana, hún er sænsk þannig væntanlega er hún æði.

Ferðatöskur – talandi um að ferðast þá á ég engar ferðatöskur, bara handfarangurstöskur, svo ég væri til í að eignast mínar eigin. Helst í fallegum lit svo maður þekki þær frekar á töskubandinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s