Marineruð epli

Þegar ég var yngri gerði mamma stundum þessi marineruðu epli fyrir okkur systkinin. Okkur fannst þetta svo gott að við kláruðum þetta á nokkrum sekúndum. Ég mundi allt í einu eftir þessu um daginn og ákvað að prófa að gera fyrir Emmu. Emma gaf þessu topp einkunn og fær þetta því að koma hérna inn. Ég gerði einn skammt af þessu fyrir mig líka og er búin að vera að fá mér í dag, þetta er svo ferskt og gott og tekur engan tíma að undirbúa.

  • 2 fuji epli
  • 1 appelsína
  • 1 sítróna

Skerið eplin í örþunnar sneiðar. Raðið sneiðunum í skál eða djúpan disk. Kreistið safann úr appelsínunni og sítrónunni í skál og blandið saman. Hellið yfir eplin og passið að þau séu alveg í safanum. Geymið í ísskáp og leyfið að vera í amk 30 mínútur áður en borið er fram. Hellið þá vökvanum af eplunum og berið þannig fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s