Síðustu dagar – Manchester

Það er búið að vera nóg um að vera, við komum heim á mánudaginn frá Manchester. Við fórum bara tvö sem var ótrúlega notalegt en það voru komin 4 ár frá síðustu paraferðinni okkar. Við fórum á Manchester United leik, ég hafði aldrei farið áður og það var mjög skemmtilegt. Við fórum líka á fótboltasafn sem hét National Football Museum sem var mjög áhugavert. Ég verð svo að mæla með mjög sjarmerandi ítölskum stað sem við borðuðum á síðasta kvöldið okkar sem heitir Vincenzo Trattoria. Það var mjög notalegt andrúmsloftið þarna og matseðillinn góður.

Það var mjög gaman í Manchester og við vorum bara að borða góðan mat og aðeins að versla. Það var svo gott að koma heim að knúsa Emmu okkar, hinsvegar var ekki svo gaman að koma aftur í mikið frost og við höfðum óvart skilið eftir óopnaða appelsíndós í bílnum. Hún hafði sprungið yfir allan bílinn í frostinu og bíllinn var allur klístraður!

Maturinn á Vincenzo Trattoria.

Ég ætla að sýna ykkur nokkra hluti sem ég keypti mér úti. Ég er að fara út til Stokkhólms með Hönnu vinkonu minni eftir rúman mánuð og það verður almennileg verslunarferð, þess vegna var ég meðvituð að vera ekki að versla neitt mikið í þessari ferð sem við vorum í núna.

Adanola jogginggalli – Mig er búið að langa í þennan lengi, ég elska jogginggalla. Ég sá þennan í Selfridges og það kom mér á óvart hvað hann var á góðu verði miðað við gæðin, hann er þykkur og góður.

Lulu lemon brúsi – Ég var búin að sjá fólk mæla með þessum brúsa á Tiktok og þegar ég sá hann í þessum geggjaða bleika lit í búðinni þá vissi ég að ég yrði að eignast hann. Ég er brúsasjúk og er með nokkrar kröfur á þá, þessi uppfyllir þær allar: úr stáli (heldur köldu lengi), með röri finnst mér möst en hann var til hinsegin fyrir þá sem fýla ekki rör og svo eitt mikilvægasta að hann passi í glasahaldara í bílnum og í ræktinni, þoli ekki brúsa sem eru of stórir fyrir þá.

Sol De Janeiro bodyspray – Ég sá þetta í Selfridges til í nr. 62 og 68 og ég keypti bæði um leið. Ég var búin að reyna að panta mér þau en það má víst ekki senda ilmvötn til Íslands og svo voru þau uppseld hjá Maí. Lyktin nr. 62 er sjúklega góð, ég get alveg mælt 100% með henni, hin er líka mjög góð en 62 er meira ég.

Laneige varasalvi – Ég sá þennan líka og ákvað að prófa, so far so good!

Síðan mátaði ég skó drauma minna og var næstum búin að láta eftir en gerði það ekki. Ég heimsótti skóna alla dagana sem við vorum úti, er í sjokki yfir aganum hjá mér! Það er spurning hvort þeir fylgi mér heim frá Stokkhólmi eða hvað gerist.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s