Ég held að það sé kominn tími á janúar óskalistann. Ég er alltaf hangandi yfir netverslunum á kvöldin og skoða mikið fyrir heimilið en það er ennþá margt sem á eftir að gera hérna heima, eða margt sem mig langar að gera réttara sagt. Það er eitthvað af þessum hlutum á óskalistanum á afslætti núna svo ég má til með að deila þeim með ykkur núna. Það er aldrei að vita hvort eitthvað af þessu rati heim til mín óvart á næstunni.

Emma verður 3 ára á þriðjudaginn, hún fæddist á bóndadaginn 2020. Mér finnst eins og það hafi verið í gær og núna er hún bara orðin krakki. Emma talar allan daginn, talar mjög skýrt og skemmtilega, hún er ótrúlega forvitin og skemmtilegt barn. Það er engin eins og Emma okkar og ég get ekki beðið eftir að fylgjast með henni vaxa og þroskast meira, þó hún megi gera það aðeins hægar mín vegna! Við ætlum að halda lítið prinsessuafmæli, að hennar ósk, um helgina og svo fara út að borða á sjálfan afmælisdaginn. Hún er rosalega spennt fyrir þessu öllu saman og getur eiginlega bara ekki beðið!

Viðarbekkur – ég er búin að sjá þennan viðarbekk út um allt frá House Doctor og mig langar mjög í hann inn í svefnherbergi til okkar.

Mohair teppi – ég á ennþá eftir að kaupa fallegt og hlýtt teppi í sófann, þetta er á 30% afslætti núna, kannski endar maður bara á því að kaupa það. Það fæst í Myrk Store og er til í nokkrum litum.

Jakobsdals spegill – ég fór í Línuna um daginn og það var svo margt þar sem mig langaði í, þau eru með 10% afslátt af öllu nýju í búðinni og svo meiri afslátt af öðru. Mér finnst þessi spegill ótrúlega fallegur, bæði lögunin og viðarramminn í kring.

Voluspa kerti – mig langar í þau öll, svo góð lykt og endast vel en líka svo ótrúlega falleg.

New Works Tense ljósið – mig er búið að langa mjög lengi í þetta ljós inn í svefnherbergi, mér finnst það svo flott. Ég hef heyrt nokkra kalla þetta pringles ljós útaf löguninni og ég get svo sem verið sammála því en mér finnst það samt fallegt. Það er á afslætti núna í Modern.

Motta frá Kararugs – ég væri til í svona renning á ganginn hjá okkur, ég held að það myndi koma vel út.