Parmesan kartöflumús

Í gær vorum við ekki með neitt ákveðið í kvöldmatarmálum. Við fórum í Krónuna eftir vinnu og ákváðum að hafa heima deit og keyptum nautafillet og í kartöflumús og sósu. Það var svo notalegt hjá okkur en við gáfum Emmu að borða og Oliver fór svo að svæfa hana á meðan ég byrjaði að græja matinn. Ég kveikti á kertum og lagði fallega á borð, kveikti á tónlist og svo borðuðum við saman þegar Emma var sofnuð. Þetta var svo ótrúlega kósí og það brýtur alveg upp hversdagsleikann að gera eitthvað svona smá sérstakt einstaka sinnum á venjulegum virkum degi.

Það liggur við að kartöflumúsin hafi verið aðal atriðið í máltíðinni en hún var alveg sjúklega góð. Ég lofaði einum yndislegum blogglesanda að birta uppskriftina af henni í dag svo hér kemur hún.

  • 6-8 bökunarkartöflur (fer eftir stærð)
  • 100 gr smjör
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 dl mjólk
  • nóg af rifnum parmesan
  • salt, pipar og hvítlaukskrydd eftir smekk
  • hökkuð steinselja (má sleppa)

Byrjað er að skera kartöflurnar í bita og sjóða þær þar til þær eru alveg mjúkar í gegn (hnífur rennur auðveldlega í gegnum þær). Hellið þá vatninu frá og bætið restinni af hráefnunum saman við og maukið með kartöflustappara, það er líka hægt að nota handþeytara. Mér finnst best að hafa hýðið með en það er auðvitað hægt að taka það af áður en kartöflurnar eru soðnar ef þið viljið það.

Ein athugasemd á “Parmesan kartöflumús

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s