Október óskalisti

Núna er október hálfnaður og mér finnst alveg kominn tími til þess að huga að jólagjöfum. Ég vil helst vera snemma í því í ár en ég man það að ég var í svakalegu stressi í fyrra og vil helst sleppa því núna. Það er svo gott að vera bara búin að græja þetta sem fyrst og geta notið frekar með fjölskyldunni í desember heldur en að vera í æsingnum í Smáralind. Hér getur Oliver amk fundið sniðugar hugmyndir handa mér í jólagjöf ef hann vill klára mínar gjafir snemma hahaha. Það væri kannski gaman að gera svona gjafahugmyndafærslu, ég nota svoleiðis hugmyndir rosalega mikið þegar ég er í vandræðum.

Norr11 veggljós – Mér finnst þetta ljós geðveikt flott, er samt ekki alveg búin að ákveða hvar ég myndi hafa það.

Pavement Linea – Auður Hrönn vinkona mín keypti sér þessa skó á Kringlukasti um daginn og þeir eru geðveikir, núna langar mig líka í þá.

Byredo kerti – Þetta kerti er búið að vera lengi á óskalistanum mínum en það er bara alltaf uppselt!

Steamery gufuvél – Ég verð að eignast þessa fljótlega, ég bara kann ekki að strauja, ekki skemmir hvað hún er falleg.

Raymond Weil úr – Mér finnst þetta úr alveg tryllt og mig vantar fallegt úr en ég kannski kaupi mér það í afmælisgjöf eða eitthvað svoleiðis.

Royal Copenhagen – Mig langar í meira í Royal safnið mitt, ekkert eitthvað eitt sérstakt en mér finnst þessi bolli ótrúlega sætur, samt með mínum staf.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s