Cajun kjúklingapasta

Í dag er mánudagur og ný vika að hafin. Við áttum ótrúlega notalega helgi og förum því endurnærð inn í nýja viku. Á laugardaginn fór ég með vinkonum mínum í Kringluna aðeins að kíkja og svo fórum við Oliver og keyptum nautalund og elduðum hana heima hjá tengdó um kvöldið. Í gær átti síðan tengdó afmæli svo við kíktum í köku til hennar, svo fórum við Oliver tvö saman í Ikea, síðan vorum við bara heima restina af deginum. Oliver horfði á fótbolta, Emma lék sér og ég kom heimilinu í stand fyrir vikuna. Mér finnst svo óþægilegt að fara inn í nýja viku með heimilið ekki í standi. Ég reyni því alltaf eins og ég get að gera fá plön á sunnudögum svo ég nái að taka til, þrífa, græja leikskólatösku og svo aðeins að komast í dekursturtu. Við horfðum svo á Gulla Byggi eftir að Emma sofnaði, sem við gerum alltaf á sunnudagskvöldum.

Á föstudaginn vissum við ekkert hvað okkur langaði að hafa í matinn. Oliver var búinn að bjóðast til þess að elda og fara að kaupa í matinn. Eins og hann gerir nánast alltaf þegar hann eldar þá skoðar hann uppskriftir á Ljúfmeti, bloggið hjá mömmu minni.

Það er svo skemmtilegt að skoða gamlar færslur þar því mamma skrifaði alltaf smá persónulegt í byrjun hverrar færslu sem er gaman fyrir okkur systkinin eða bara fjölskylduna að lesa yfir. Þessi uppskrift sem hann fann á föstudaginn var til dæmis frá 2012 en þá er ég 14 ára. Maturinn heppnaðist ótrúlega vel og fannst mér tilvalið að endurbirta uppskriftina hér inni 10 árum síðar.

  • 225 gr tagliatelle
  • 700 gr kjúklingabringur
  • 1-2 tsk cajun krydd
  • 1 msk ólívuolía
  • 1 rauð paprika, skorin í þunnar sneiðar
  • 1 gul paprika, skorin í þunnar sneiðar
  • 1 rauðlaukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 tómatar, skornir í bita
  • 1 bolli kjúklingasoð (vatn og kjúklingateningur)
  • 1/3 bolli mjólk
  • 1 msk hveiti
  • 3 msk rjómaostur
  • nýmalaður pipar
  • salt

Blandið saman hveiti, rjómaosti og mjólk í matvinnsluvél eða með töfrasprota og leggið til hliðar.

Skerið grænmetið niður og leggið til hliðar. Skerið kjúklingabringurnar í strimla og kryddið með cajun-kryddi. Hitið ólívuolíu á pönnun og steikið kjúklingabringurnar. Kryddið með hvítlaukskryddi, salti og cajun-kryddi. Leggið til hliðar.

Bætið meiri ólívuolíu á pönnuna og mýkjið paprikurnar og rauðlaukinn við miðlungsháan hita, ca 3-4 mínútur. Bætið tómötunum og hvítlauknum á pönnuna og steikið áfram í 2-3 mínútur. Bætið mjólkurblöndunni, kjúklingasoðinu og kjúklingabringunum á pönnuna og látið allt sjóða saman um stund. Smakkið til með salti og pipar.

Sjóðið tagliatelle samkvæmt leiðbeiningum á pasta. Berið réttinn fram með pasta og hvítlauksbrauði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s