Oliver eldaði í gær og hann vill alltaf prófa að elda eitthvað nýtt þegar hann tekur eldamennskuna að sér. Ég kvarta sko ekki yfir því og nýt þess í botn þegar hann tekur við eldhúskeflinu. Í gær eldaði hann chili con carne og það var svo sjúklega gott. Ég fór í ræktina um 6 leytið og þegar ég kom heim beið mín tilbúinn matur, ekki amalegt! Ég ákvað að smella nokkrum myndum af réttinum og birta uppskriftina hérna. Myndirnar eru ekki að koma neitt svakalega vel út núna þegar það er farið að dimma snemma svo ég þarf að fara að finna stúdíó ljósin mín í geymslunni núna fyrir veturinn.

- 500 gr nautahakk
- olía til að steikja
- salt, pipar og chiliflögur eftir smekk
- 2 rauðlaukar
- 3 hvítlauksrif
- 2 dósir hakkaðir tómatar
- 250 ml chili sósa
- 2 tsk paprikukrydd
- 1 tsk tabasco
- 1/2 tsk kanill
- 1 tsk cummin
- 2 msk balsamik edik
- 2 dósir baunir (við notuðum pinto og nýrna)
Steikið nautahakkið og kryddið með salti, pipar og chiliflögum. Setjið yfir í stóran pott.
Afhýðið og hakkið lauk og hvítlauk og steikið í olíu. Setjið í pottinn með nautahakkinu. Setjið hakkaða tómata og chilisósu í pottinn og hrærið öllu saman. Kryddið með paprikukryddi, kanil, cummin, balsamikediki og tabasco. Látið sjóða í 10 mínútur.
Hellið vökvanum af baununum og skolið þær í köldu vatni. Bætið baununum í pottinn og látið allt malla saman þar til baunirnar eru orðnar heitar.
Gott er að bera fram með snakki, sýrðum rjóma og avocado. Við eigum alltaf afgang sem við notum svo í taco daginn eftir.
Flott hjá Olíver
Líkar viðLíkar við