Mars óskalisti

Þá er mars bara búinn og það er fyrsti apríl á morgun. Ég er svo spennt fyrir vorinu og tek apríl fagnandi. Páskarnir eru á næsta leiti og svo erum við Hanna vinkona að fara til Stokkhólms í lok apríl og ég get ekki beðið. Ég ætla því að hafa smá Svíþjóðar brag á þessari færslu og setja inn óskalistan minn fyrir Stokkhólms ferðina.

Byredo Vetyver sápa og handáburður – Er svo skotin í þessu sænska merki. Ég á Gypsy Water ilmvatnið frá þeim sem er æði og langar í þessa sápu og handáburðinn með. Þær eiga að vera svipaðar Bal d’Afrique ilminum þeirra sem er alveg geggjaður. Byredo fæst líka í Madison Ilmhús.

Mateus leirtau – Maður fer alltaf í Åhlens City að skoða Mateus úrvalið þegar maður kíkir til Stokkhólms, svo dröslar maður nokkrum brothættum vörum í handfarangri heim, það er þess virði.

Svenskt Tenn Dagg vasinn – Þessi fegurð er búinn að vera lengi á listanum, fyrir áhugasama sendir Svenskt Tenn til Íslands svo það er óþarfi að gera sér ferð til Stokkhólms til að versla þó svo að ég mæli ekkert gegn því heldur.

Svenskt Tenn kertastjakar – Mig langar líka að eignast þessa kertastjaka frá þeim, ótrúlega stílhreinir og fallegir.

Manolo Blahnik skór – Ég ætla að líta eftir þessum hvort þeir séu til í minni stærð þegar ég fer út. Get ekki hætt að hugsa um þá.

Louis Vuitton Nice snyrtitaska – Þessi er búin að vera lengi á óskalistanum mínum, ef skórnir eru ekki til kaupi ég kannski þessa í sárabætur, maður veit aldrei.

Chimi Eyewear sólgleraugu – Annað sænskt merki sem ég er hrifin af og langar að skoða betur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s