Nutribullet vélin okkar var í stanslausri notkun og var búið að reyna vel á hana í mörg ár. Við leyfðum henni svo að hætta störfum fyrir jól eftir að hafa þjónað okkur mjög vel. Við vorum því nutribullet laus í nokkra mánuði og við fundum þessa mánuði hvað við vorum rosalega háð vélinni. Við keyptum nýja núna fyrir mánuði síðan og við erum búin að nota hana á hverjum degi síðan. Ég er búin að fá mér sama græna drykkinn dag eftir dag í morgunmat og Emma með mér, sem gefur honum góða einkunn.

Drykkurinn er mjög saðsamur og ég verð mjög södd af honum í langan tíma. Hér er uppskriftin, ég mæli með að prófa!
- full lúka af spínati
- 1 dl mangó
- 1 msk hnetusmjör
- 2 döðlur
- 1-2 msk skyr (ég nota hreint, vanillu eða gríska jógúrt eftir hvað er til)
- 1 tsk chia fræ
- 1 tsk hörfræ
- möndlumjólk eða vatn til að þynna

Ég set allt saman í Nutribullet, hægt að nota hvaða blandara sem er og blanda saman. Ég mæli yfirleitt ekki en þetta er sirka svona sem ég set af hverju. Þynnið svo drykkinn með vökvanum, betra að setja minna og bæta frekar í til að ná þykktinni sem þið viljið af drykknum. Ég vil hafa mína frekar þykka. Ég set alltaf nokkra klaka í líka og blanda til að fá drykkinn alveg ískaldann, það er bara smekksatriði.