Moussaka

Um daginn var moussaka í matinn í vinnunni. Ég hafði aldrei smakkað þennan rétt, sem kemur frá Grikklandi, áður en ég og samstarfsfélagar mínir vorum mjög hrifin af réttnum. Ég vissi að mig langaði að prófa að gera hann sjálf og fann uppskrift á netinu og ákvað að prófa. Uppskriftin var mjög góð og verð ég því að deila henni með ykkur. Þetta er ekkert flókinn réttur en samt ekki beint eitthvað sem maður skellir bara í þar sem hann er með þónokkrum skrefum. Ég mæli með að dunda sér með þennan rétt um helgi, ekta réttur í kuldanum sem er úti núna.

  • 3 eggaldin
  • 2 bökunarkartöflur

Hakkblanda

  • 500 gr nautahakk
  • 2 laukar
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 1 msk tómatpúrra
  • 1 tsk sykur
  • 2 dl vatn
  • 1 nautateningur
  • salt og pipar
  • lárviðarlauf
  • 1-2 msk kanil

Bechamel sósa

  • 900 ml mjólk
  • 120 gr smjör
  • 120 gr hveiti
  • 2 eggjarauður
  • 100 gr parmesan
  • smá salt

Byrjið á því að skera kartöflurnar og eggaldin í þunnar sneiðar og leggja á bökunarplötu. Bakið í um 20 mínútur á 200° eða þar til kominn er smá litur á eggaldinið og kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Gerið á meðan hakkblönduna.

Byrjið á að hita smá olíu á pönnu og steikja saxaðann laukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá hakkinu út á og svo hvítlauknum pressuðum og steikið hakkið alveg í gegn. Bætið hökkuðu tómötunum, tómatpúrrunni, sykrinum, vatninu og nautateningnum út í og hrærið vel. Bætið kryddinu, lárviðarlaufinu og kanil út í og leyfið að malla. Veiðið laufið uppúr þegar hakkblandan er tilbúin.

Bræðið smjörið í potti og bætið hveitinu útá. Hrærið vel með písk þar til myndast smjörbolla (deigklumpur úr smjörinu og hveitinu) og hellið þá mjólkinni út á, smá í einu og hrærið vel með písknum. Þegar jafningurinn er orðinn þykkur þá er eggjarauðunum bætt útí og hrært hratt saman við svo þau eldast ekki og fara í kekki. Hrærið að lokum parmesan ostinum saman við og saltinu.

Raðið kartöfluskífunum í eldfast mót í botninn. Raðið lagi af eggaldinsneiðum yfir kartöflurnar og svo hakkblöndu yfir það. Setjið annað lag af eggaldinsneiðum yfir hakkið og svo bechamel sósuna yfir hakkið. Gott er að setja smá auka parmesan yfir allt, en ekki nauðsynlegt. Bakið í ofni á 180° í 60 mínútur og leyfið að kólna aðeins áður en borið er fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s