Nóvember óskalisti

Í dag er eins og flestir ættu að hafa tekið eftir Black Friday. Ég verð bara að viðurkenna að svona dagar stressa mig frekar mikið, mér finnst ég verða að kaupa eitthvað bara því það er á afslætti. Ég er að reyna að vera skipulögð með gjafir og nýta afslætti á hlutum sem ég hefði hvort sem er keypt en ekki bara kaupa til þess að kaupa. Ég kláraði nokkrar jólagjafir á singles day og vona að ég nái bara að klára það sem er eftir í dag, að minnsta kosti meirihlutann.

Ég er um þessar mundir alveg að jóla yfir mig, við misgóðar undirtektir á Instagram. Ég skil ekki að fólk sé ekki byrjað að skreyta, nánast korter í jól! Ég er að minnsta kosti alveg dottin í gírinn og er búin að setja upp jólatréð, búin að setja seríurnar á svalirnar og bíð núna bara eftir að geta kveikt á fallega dagatalskertinu mínu frá Vigt.

Ég og Karen vinkona mín fórum um daginn á jólakvöld hjá Vigt og þá splæsti ég í dagatalskertið sem er svo tryllt og svo keypti ég líka gjöf handa sjálfri mér. Ég sýndi pakkann á Instagram en sýndi ekki hvað var í honum. Ég er ekki ennþá búin að opna hann sem er mjög ólíkt mér en mig langar smá að geyma hann bara og opna hann á aðfangadag, sjáum til. Allavega þá keypti ég mér snagana þeirra sem eru sko rugl flottir. Þeir eru úr marmara og við og eru bara skúlptúrar á veggnum. Ég er mjög spennt að opna þennan pakka og skoða þá betur en ég bíð aðeins.

Jakobsdal Anemone skál – fæst í Snúrunni og hún er svo falleg.

Ferm living ripple skálar – talandi um skálar þá rakst ég á þessar í Epal um daginn, vissi ekki að það væru komnar skálar í þessari vörulínu en ég á glösin og elska þau, verð eiginlega að eignast þessar.

Ugg inniskór – ég sá þessa á Boozt og þeir líta ekkert smá vel út, ekta fyrir mig sem elskar allt kósí.

Georg Jensen upphengi – mig er búið að langa í þetta hengi fyrir aðventukransinn minn frá Georg Jensen en ég hef aldrei látið verða af því að kaupa mér hann.

Skims náttföt – er alltaf að sjá fólk mæla með þessum náttfötum á tiktok og kósíkonan sem ég er verður að eignast eitt eða tvö sett.

Dior lip maximizer í 103 – og talandi um tiktok þá er þessi gloss að fara hamförum þar, ég verð að prófa hann.

Gisou hárolíuna – er búin að sjá þessa olíu mikið undanfarið og mig langar mjög að prófa hana, sá að hún vann Selfridges beauty award svo það hlýtur að lofa góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s