Chia grautur

Ég sýndi frá því um daginn á Instagram hjá mér að ég keypti mér svo svakalega sniðugar krukkur í Ikea. Þær eru alveg fullkomnar undir chia graut eða overnight oats sem er rosalega vinsælt núna. Krukkurnar heita Dagklar og kosta 795 kr stykkið. Ég keypti mér fjórar en ég vinn fjóra daga í viku og þá get ég auðveldlega kippt þessu með mér í vinnuna. Þetta er krukka með stálskál efst þar sem maður getur sett granóla til dæmis svo það haldist ferskt og krönsí og verði ekki slepjulegt í grautnum eða jógúrtinu.

  • 2-3 msk chia fræ
  • 1.5 dl dl mjólk (ég nota möndlumjólk, hægt að nota hvaða mjólk sem er)

Blandið fræunum og mjólkinni vel saman. Mér finnst gott að setja smá hunang út í eða smá vanilludropa. Ég bætti við hörfræum út í grautinn sjálfann og hnetusmjör í þetta skiptið og hafði í álskálinni granóla frá Maikai, jarðaber, suðusúkkulaðidropa og döðlubita. Það er hægt að leika sér endalaust með toppings í þessu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s