Súkkulaðibitakaka

Í síðustu viku, áður en við fórum til Danmerkur þá fór Oliver í 2 daga ferð með fótboltanum á Vopnafjörð. Ég var því ein heima með Emmu á meðan, smá stressuð að þurfa að sjá ein um hana, heimilið og undirbúa Danmerkur ferðina. Ég ákvað því að reyna að njóta eins mikið og ég gat og skellti í þessa köku sem mig hefur langað að prófa lengi. Ég græjaði deigið á meðan Emma fékk að horfa á Dóru og skellti henni í ofninn eftir að hún fór að sofa. Ég kveikti á kertum og horfði á það sem ég vildi horfa á og ég bara verð að viðurkenna að það var bara ótrúlega notalegt að vera bara ein aðeins. Það töldu sko engar kaloríur og það var enginn skjátími þessa tvo daga!

  • 175 gr mjúkt smjör
  • 200 gr púðursykur
  • 1 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 250 gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • hnífsodd salt
  • grófsaxað súkkulaði (100-200 gr eftir smekk)

Byrjið á að hita ofninn í 180°. Þeytið smjörið og púðursykurinn vel saman, bætið svo eggi og vanilludropum og hrærið vel saman. Bætið síðan hveiti, matarsóda og salti saman við og hrærið þar till allt er vel blandað saman áður en þið að lokum hrærið saman við súkkulaðinu. Þrýstið deiginu niður í eldfast mót og bakið í ca 25 mínútur.

Berið fram með ís eða bara eitt og sér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s