Núna er kominn seinni hluti september og við komum heim frá Kaupmannahöfn í gær. Þetta var stutt skrepp hjá okkur en Oliver var að hlaupa hálfmaraþon á sunnudaginn. Hann var með það markmið að hlaupa 21 km undir 2 tímum og náði því, en hann var 1 klst og 53 mínútur, ótrúlega flott hjá honum. Við vorum svo bara að versla aðeins á Strikinu og hafa það huggulegt. Ég fattaði þegar ég var úti að ég ætti alveg eftir að setja inn september óskalistann minn.

Libre YSL- Fyrsta sem var búið að vera reyndar á listanum í smá tíma var Libre ilmvatnið frá YSL en Oliver gaf mér það í gær. Það er svo ótrúlega góð lykt af því, ég er alveg í skýjunum með það.

Balenciaga trefill – Ég er búin að vera með þennan á óskalistanum mínum lengi og ég keypti hann loksins í ferðinni. Oliver ætlaði að gefa mér hann í jólagjöf 2020 en hann var þá uppseldur og við höfum verið í basli með að reyna að finna hann síðan þá, þangað til ég sá hann í Kaupmannahöfn núna, einn eftir. Hann er risastór, í mínum litum og úr ull, alveg fullkominn fyrir haustið og veturinn.

Lancome kinnalita stifti – Mig langar mjög mikið að prófa þetta stifti sem allir eru að dásama, ég kaupi mér það næst þegar það kemur taxfree í Hagkaup.

Ani Jewels hálsmen – Mig langar í svona stafahálsmen frá þessu merki, en það er Bianca Ingrosso, sænskur áhrifavaldur sem á þetta merki.

Ný rúmföt – Við eigum æði rúmföt sem eru beige hör rúmföt en ég sullaði óvart klór í þau svo ég þarf því miður að skipta þeim út.

Súpuskálar – Núna þegar haustið er að byrja þá er súpa í matinn algjört möst, mig langar að eignast fallegar súpuskálar en er ekki með sérstakar í huga eins og er.

Luktir frá Íslensk Heimili – Þær eru eitthvað svo notalegar núna þegar kertatímabilið er að fara af stað.