Trashcan-nachos

Á sunnudaginn var svo gott veður og okkur langaði að fara niður í bæ og fá okkur nachos og drykk. Við vorum samt svo þreytt eftir vikuna að við nenntum ekki að fara niður í bæ með Emmu og vildum bara slappa af. Við ákváðum bara að gera nachos heima og ég fékk mér svo bara einn Lov með.

Nachosið heppnaðist bara ótrúlega vel, ekki það að nachos er mjög „foolproof“ og nánast ekki hægt að klúðra því. Ég ætla að setja inn hvað við settum á okkar nachos, þetta er meira svona „matur“ frekar en eitthvað sófanasl eins og eðla. Það er hægt að leika sér fullt með hvað maður setur í þetta en þetta gerðum við:

  • tortilla flögur
  • salsa sósa
  • ostasósa (tostitos er lang best að okkar mati)
  • sýrður rjómi
  • kirsuberjatómatar
  • rauðlaukur
  • svartar baunir
  • rifinn ostur
  • nautahakk
  • avókadó

Setjið bökunarpappír yfir ofnplötu og hellið nachosinu yfir. Þurrsteikið hakkið og kryddið vel með ykkar uppáhalds kryddi. Dreifið hakkinu jafnt yfir snakkið og svo salsa og ostasósu yfir líka. Saxið laukinn og skerið tómatana í litla bita og dreifið yfir. Setjið svartar baunir og rifinn ost yfir og setjið ofnplötuna inn í ofn þar til osturinn hefur bráðnað. Toppið þá með sýrðum rjóma og avókadó og berið strax fram. Oliver var með jalapenos líka enn til hliðar því Emma borðar það ekki á sitt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s