Limoncello kaka

Long time no bloggfærsla! Úff það eru komnar nokkrar vikur síðan ég birti síðast færslu hérna en ástæðan er sú að helluborðið okkar og ofninn biluðu á nánast sama tíma. Það var smá bið eftir viðgerðarmanni en hann kom svo og kippti þessu í lag á engum tíma svo ég er mega ánægð að geta eldað aftur og bakað heima. Nú fer ég að detta í sumarfrí eftir þessa viku, ég er spennt að baka fullt í fríinu.

Ég og Hanna vinkona mín erum með hefð að einu sinni í mánuði (amk) röltum við á bar í hverfinu okkar. Það er rosa skemmtilegt alltaf hjá okkur og höfum við oft prófað nýja kokteila eða drykki þarna. Síðast þegar við fórum tókum við eftir nýjum drykk á drykkjarseðlinum, Limoncello Spritz. Hingað til höfðum við bara verið í Apperol Spritz svo við ákváðum að prófa þetta og sáum sko ekki eftir því. Ég fór beint daginn eftir og keypti mér Limoncello svo ég gæti gert svona sjálf heima, þetta er ekta sumarkokteill. Ég prófaði að gera sítrónuköku úr líkjörnum, ég fékk hugmyndina að því þegar ég skoðaði heimasíðuna hjá þeim sem eru að flytja þetta inn, þar voru þeir með uppskrift að samskonar köku. Hún heppnaðist svakalega vel svo hún fær að birtast hér inni, ég þarf svo við tækifæri að mynda drykkinn svo ég geti skellt uppskriftinni af honum hingað líka.

Limoncello kaka

  • 1 ½ bolli hveiti
  •  ½ tsk lyftiduft
  •  ½ tsk matarsódi
  •  ½ tsk salt
  • 3 egg
  • 1 bolli sykur
  • 2 msk mjúkt smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 dl limoncello
  •  ½ bolli bragðdauf olía (ekki ólívuolía)
  • hýði af 1 sítrónu

Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform vel. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti saman í skál. Hrærið saman í annari skál eggjum, sykri, smjöri, vanilludropum og limoncello þar til hefur blandast vel. Hrærið blöndunni saman við þurrefnin og hrærið þar til deigið verður mjúkt. Bætið olíu og sítrónuhýði saman við og blandið vel. Setjið deigið í smurt formkökuform og bakið í 45 mínútur eða þar til prjóni sem er stungið í kökuna kemur hreinn upp.

Glassúr

  • 1 bolli flórsykur
  • 2 msk nýmjólk
  •  ½ tsk sítrónudropar

Hrærið öllu saman og hellið yfir kökuna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s