Í gær bókuðum við ferð til Stokkhólms. Ég hef ekki farið þangað í 3 ár og ég er að deyja úr söknuði og spenning. Ég reyni að fara þangað út að minnsta kosti einu sinni á ári svo það er löngu kominn tími til. Við förum í júlí svo núna „þarf“ ég að fara að skoða sumarföt og hvað ég ætla að kaupa úti. Ég kaupi alltaf nammi eða „godis“ í Svíþjóð og líka alltaf brauð sem ég elska haha. Ég get ekki beðið eftir að borða kanilsnúða, kjötbollur og sænskt nammi! Ég ólst upp í Stokkhólmi og mér finnst ég alltaf vera komin heim þegar ég heimsæki.

Chloé canvas tote taska – þessi er búin að vera lengi á óskalistanum mínum, mér finnst hún svo sumarleg

Celine sólgleraugu – Mig langar svo í stór svört klassísk sólgleraugu og mér finnst þessi tikka í öll box

Dagg vasi frá Svensk Tenn – Þegar við bókuðum flugið í gær var fyrsta sem ég sagði við Oliver „í gríni“, „hlakkar þig ekki til að drösla þessum heim í handfarangri?“ og hann sagði að það versta við þetta grín væri að það að þetta væri í alvöru að fara að gerast, því hann þekkir sína haha. Mig er búið að langa sjúklega lengi í þennan vasa, hann er svo ótrúlega flottur.

Mateus leirtau – Talandi um að drösla brothættu dóti í handfarangri þá langar mig í meira í Mateus safnið mitt í Stokkhólmsferðinni.

Anine Bing blazer – Mig langar sjúklega mikið í þennan, og svo sem margt annað frá Anine Bing.