Asísk nautaspjót

Gleðilega hvítasunnu! Í dag ákvað Emma að vakna fyrir allar aldir, sem hún tekur nú ekki oft uppá sem betur fer. Emma bauð mér í kaffiboð í herberginu sínu og var ég svo rukkuð nokkrar krónur fyrir, eða eins og hún segir „mikið peninga“! Við ætlum í kvöld til tengdó þar sem við ætlum að elda saman hrygg, brúna kartöflur og hafa allskonar gott meðlæti með. Emmu er búið að langa svo svakalega mikið í strætó nýlega svo við kannski skellum okkur einn hring í dag eða á morgun, annars eru engin önnur plön hjá okkur og mér finnst það voða notalegt.

Þessi réttur er ekta sumar grill matur sem er hægt að undirbúa kvöldinu áður og skella svo á grillið daginn eftir. Mamma gerði þennan rétt um daginn þegar hún bauð okkur í mat og ég varð að fá hjá henni uppskriftina.

  • 600 gr nautakjöt
  • 4 rauðar paprikur
  • 3 laukar

Marinering

  • 1 dl sojasósa
  • 1 msk púðursykur
  • 1 msk hrásykur
  • 1 tsk salt
  • pipar
  • 1/2 dl hvítvín
  • 1 msk rifinn engifer
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 msk fínsaxaður graslaukur

Blandið saman marineringunni og skerið kjötið í teninga. Leyfið kjötinu að liggja í marinerinunni í ísskáp í amk 2 klst. Skerið laukinn og paprikuna og setjið grænmetið og kjötið á grillprjón. Grillið á háum hita þar til kjötið er tilbúið.

Berið fram með hrísgrjónum, chilimajó, kóríander og grilluðu lime.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s