Avocado toast með chilismjöri

Ég átti mjög notalegan dag í dag. Ég keypti mér spegil sem mig er búið að langa lengi í frá Ferm Living í Epal í fyrradag. Hann var á 10% afslætti útaf lagerhreinsun hjá þeim sem er út morgundaginn minnir mig. Ég hengdi spegilinn upp í dag og breytti aðeins hérna heima í leiðinni. Það var svo gott að þrífa heimilið fyrir helgina og endurraða svo aðeins skrautmunum og breyta smá til. Ég pantaði loksins gardínur í vikunni svo það eru ca 3 vikur í þær og ég bara get ekki beðið. Það mun gjörbreyta íbúðinni að fá þær. Ég er svo spennt fyrir þessari löngu helgi framundan, við erum ekki með nein plön og ætlum bara að njóta saman fjölskyldan. Þessi uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur í dag er fullkomin lúxus morgunmatur/brönsréttur fyrir helgina.

Ég sá þessa uppskrift hjá einum uppáhalds matarbloggaranum mínum, Half Baked Harvest. Ég elska að fá mér avocado toast þá daga sem ég er í fríi og get byrjað morguninn hægt. Ég vissi að ég yrði að prófa þessa útgáfu af avo toast og ég held bara að þetta hafi verið eitt það besta sem ég hef smakkað.

  • Ristað súrdeigsbrauð, eða þitt uppáhalds brauð
  • avókadó, maukað
  • 4 egg
  • 1 dl rifinn ostur
  • 1 msk ólífuolía
  • 2 msk smjör
  • 1 hvítlauksrif, rifið eða pressað
  • 2 tsk chili flögur
  • 2 tsk paprikukrydd
  • salt og pipar

Byrjað er á að harðsjóða 4 egg. Þegar þau eru tilbúin eru þau stöppuð niður með ostinum svo osturinn bráðni saman við eggin. Bræðið smjör í potti með ólívuolíu og þegar smjörið er bráðið er hvítlauknum, chili flögunum og paprikukryddinu bætt útí og hrært vel. Leyfið þessu að sjóða saman í smá stund og slökkvið svo undir. Setjið avókadó á ristað brauð og svo eggjablönduna ofaná avókadóið. Hellið svo chilismjörinu yfir allt og njótið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s