Pretzel súkkulaðibitakökur

Þessa uppskrift sá ég á Tiktok og ég bara varð að prófa. Ég hafði mömmu og Hemma í huga þegar ég sá þessa uppskrift því þau elska pretzels, bæði mjúkar og harðar. Ég er ekki svo hrifin af þessum hörðu, sem eru eins og saltstangir. En þær voru samt mjög góðar í þessum kökum. Ég keypti þær í snakkdeildinni í Bónus en þær eru alveg til í flestum búðum. Kökurnar eru með svipaða áferð og subway kökurnar, mjúkar í miðjuni en samt gefur pretzelið smá crunch. Ég mæli mjög mikið með því að prófa þessar!

Þessi uppskrift er frekar stór, eða gefur um 30 kökur.

  • 340 gr smjör
  • 470 ml púðursykur
  • 2 egg + 2 eggjarauður
  • 700 gr hveiti
  • 1 1/2 tsk matarsódi
  • 2 tsk salt
  • 2 plötur af suðusúkkulaði
  • 2-3 dl pretzel
  • sjávarsalt

Byrjið á því að brúna smjörið á pönnu. Það gerir kökurnar svo extra góðar, hrærið í smjörinu á pönnunni þar til það byrjar að freyða og brúnast. Slökkvið þá undir og leyfið smjörinu aðeins að kólna. Þegar smjörið er kólnað er púðursykrinum og smjörinu hrært vel saman. Eggjunum og rauðunum er svo bætt útí smjörblönduna og hrært vel saman við. Í aðra skál er hveitinu, matarsódanum og saltinu hrært saman. Bætið fyrst helmingnum af hveitiblöndunni í smjörblönduna og hrærið saman og svo restinni af hveitinu. Passið að hræra ekki of mikið. Hellið svo súkkulaðinu grófsöxuðu og pretzel ofaní, ég muldi pretzelið smá en vildi samt hafa það frekar gróft. Blandið súkkulaðinu og pretzelinu saman við deigið og leyfið deiginu að standa í kæli í amk 30 mínútur, því lengur því betra. Myndið kúlur úr deiginu og bakið í miðjum ofni á 175° í 11-13 mínútur. Stráið sjávarsalti yfir og leyfið kökunum að kólna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s