Breytingar heima

Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram hafið líklegast eitthvað séð að við erum búin að vera í smá „framkvæmdum“ ef það má orða það þannig heima. Við keyptum okkur nýjan sófa eins og ég sagði frá í síðustu færslu og smá update: naglalakkið náðist úr haha. En við sem sagt fengum okkur nýjan sófa sem gjörbreytti stofunni og birti hana þvílíkt. Við skiptum líka um mottu og hún var mjög ódýr úr Ikea. Það er svo fyndið því það berst nánast alltaf til tals hvað mottan sé flott þegar einhver kemur í heimsókn til okkar og það kemur mörgum á óvart að hún sé úr Ikea. Við keyptum okkur nýtt sófaborð sem mig er búið að langa í í 2 ár núna. Ég sýndi frá því í einum óskalistanum sem ég gerði hérna á blogginu en ég skal setja inn aðra mynd af því hér, ég get ekki beðið eftir að það komi loksins en það geta verið 10 vikur í það!

Þetta er borðið, ég elska hvað það er klassískt og einfalt. Ég er með svart ljós yfir borðstofuborðinu og fæturnir á stofuborðinu munu passa vel við það. Ýttu hér fyrir link að borðinu. Ýttu hér fyrir link að sófanum. Ýttu hér fyrir link að mottunni.

Við erum núna að panta gardínur. Ég pantaði núna fyrir sumarið myrkvunargardínur í herbergin frá Álnabæ, það voru ennþá þær sem fylgdu íbúðinni og það voru rimlar. Ég bölvaði þeim allt fyrrasumar þar sem við gátum varla sofið fyrir birtu svo ég ákvað að vera snemma í því að panta núna fyrir þetta sumar. Núna er næst á dagskrá að panta gardínur fram í alrými. Mig langar í fallegar wave gardínur úr eins og hörlíki. Ég fann fyrirtæki í gegnum Instagram, gloryblindsiceland, og sendi á það að biðja um tilboð og ég fékk alveg geggjaða þjónustu. Það kom maður hingað frítt að mæla og kom með prufur sem ég fékk lánaðar yfir helgi. Verðið sem ég fékk fannst mér mjög sanngjarnt, sem skemmdi ekki fyrir. Ég setti inn á Instagram story í gær könnun um hvernig lit ég eigi að fá mér því ég er búin að vera að flakka á milli þess að fá mér hvítar eða beige. Ég held það sé komin lending núna, að ég velji beige. Ég get ekki beðið eftir að sjá útkomuna og mun að sjálfsögðu deila öllu hér.

Við náðum okkur líka í flísaprufur í Birgisson fyrir baðherbergið. Við erum í smá dilemmu með hvort við ættum að taka í gegn fyrst, eldhúsið eða baðherbergið. Bæði virka fullkomlega, bara smekksatriði frekar svo það liggur ekki á neinu. Ég hallast meira að því að gera eldhúsið því það er að mínu mati hjarta heimilisins og alltaf til sýnis en Oliver vill frekar byrja á baðinu. Ég er eiginlega búin að ákveða allt fyrir baðið og sé alveg fyrir mér allt svo það er kannski betra að byrja bara á því afþví að ég get ekki ákveðið í hvaða stefnu ég vil fara með eldhúsið, ég flakka á milli þess að vilja svart og hvítt.

Þetta er orðin svakaleg langloka hjá mér. Það verður greinilega nóg að gera í heimilsmálum á næstunni. Ég set mikið inn á Instagram og ætla að reyna að vera dugleg að pósta hingað inn líka af þeim málum. Ég er með margt á óskalista núna svo ég kannski hendi í slíkan hérna bráðum. Ég er búin að vera að prófa líka nokkrar uppskriftir svo þið megið eiga von á nokkrum nýjum núna næstu daga.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s