Í dag var ég í fríi í vinnunni og Emma var í fríi í leikskólanum vegna starfsdags. Við Emma fórum með vinkonum mínum í sveitina þar sem ein vinkona okkar býr með fjölskyldunni sinni í heimsókn. Þar voru beljur, hestar, kindur, hundur og litlir kettlingar.




Það var svo skemmtilegt hjá okkur í dag, Emma var alveg í skýjunum með daginn. Það er farið að vera svo gott veður, það stóð hæst 17° á mælinum í dag. Það var svo gott að komast aðeins út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni. Ég var með mígreni á fimmtudaginn og svo aftur í gær svo ég var mjög fegin að vera laus við það í dag og geta notið dagsins almennilega.




Ef þið eruð að fylgja mér á Instagram þá sáuð þið eflaust að ég hélt uppá afmælið mitt um helgina. Ég er algört afmælisbarn og elska að halda uppá og skipuleggja afmæli, ekki skemmdi heldur fyrir að það var Eurovision og svo kosningar. Þetta var svakaleg helgi. Ég var með svo sumarlega bollu í afmælinu sem ég fékk nokkrar fyrirspurnir um á Instagram. Ég ætla að deila uppskriftinni af henni hérna fyrir neðan. Það er kannski spes að vera að deila bolluuppskrift á mánudegi, en ég meina þá er hægt að græja það sem þarf í hana í vikunni og græja hana um helgina.

- 3 sítrónur skornar í sneiðar
- 2 dl vodka
- 1 freyðivíns flaska, ég notaði Asti Gancia
- 1 flaska límonaði
- 2 dl hindberjasíróp
- Nóg af klökum
Öllu hellt í stóra skál eða svona drykkjarílát eins og ég er með hérna á myndinni fyrir ofan og hrært varlega saman.