Brownies

Gleðilegan mæðradag! Ég fékk að sofa út í morgun, mjög næs. Oliver fór fram með Emmu að sinna henni, ég hafði verið að baka langt fram á kvöld kvöldinu áður og hafði skilið eftir hrærivélaskálina í vaskinum. Oliver ákvað að vaska hana bara upp snöggvast svo að ég kæmi fram í allt hreint. Á meðan Oliver snéri sér við í mesta lagi 5 mínútur ákvað litla uppátækjasama Emma, við erum byrjuð að kalla hana Lottu, eftir Lottu í Skarkalagötu, að naglalakka sig. Hún bara fór og náði sér í naglalakk og hellti því yfir sig alla og í sófann! Það var sem betur fer glært naglalakkið sem hún valdi sér, en sófinn sem er ekki vikugamall er kominn með naglalakksblett í sig, alveg frábær byrjun á mæðradeginum haha.

Ég þarf því í dag að leita leiða til þess að ná þessu úr sófanum, ég þori ekki alveg að nota hvað sem er á hann. Við semsagt erum búin að vera með sama sófa heima síðan við bjuggum heima hjá mömmu. Mjög ljótur svefnsófi sem við fluttum bara með okkur hingað í nóvember 2020 því við vorum ekki búin að ákveða hvernig sófa okkur langaði í. Svo fundum við loksins sófa og þá var hann uppseldur og var það þar til núna einu og hálfu ári síðar. Ég var svo ánægð og keypti mér á sama tíma nýja mottu og nýtt sófaborð. Ég sýni betur frá þessu öllu þegar sófaborðið er komið, en það getur tekið alveg 14 vikur að koma. Ég hef þá smá tíma til þess að reyna að ná naglalakkinu úr.

  • 275 gr púðursykur
  • 3 egg
  • 185 gr suðusúkkulaði
  • 185 gr smjör
  • 80 gr hveiti
  • 40 gr kakó

Byrjað er á að þeyta saman púðursykur og egg. Síðan er smjörið og suðusúkkulaðið brætt saman og hellt útí eggjablönduna og blandað saman. Sigtið svo hveiti og kakó í líka og hrærið saman. Grófsaxið súkkulaði af eigin vali, ég saxaði niður restina af suðusúkkulaðinu og blandið í deigið. Bakið á 180° í 25 mínútur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s