Tíu mínútna Tiramisu

Ég er ekki mikil kaffikona. Ég fæ mér einstaka sinnum bolla um helgar og þá er hann með mikilli mjólk og allskonar auka dóti. Hinsvegar elskar pabbi minn kaffi og þarf ég alltaf að passa að vera búin að fylla á kaffihylkin áður en hann kemur í heimsókn. Pabbi elskar Tiramisu og er ein minning mér ofarlega í huga þegar ég hugsa um Tiramisu. Þá var til afgangur af Tiramisu í ísskápnum sem mamma hafði gert fyrir áramótin og pabbi fer fram um miðja nótt til þess að fá sér smá. Tiramisu skálin hennar mömmu var stór glerskál með þykkum og þungum glerbotni og pabbi missir hana beint á tærnar, við vöknuðum öll við öskur í pabba. Það var mjög fyndið.

  • 1,5 bolli rjómi
  • 1/3 bolli sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 200 gr Mascarpone við stofuhita
  • 1 bolli kalt kaffi
  • 3 msk Kahlúa (má sleppa)
  • pakki af Ladyfingers
  • kakó til þess að sigta yfir

Byrjað er á að þeyta rjómann og á meðan hann er að þeytast er sykrinum og vanilludropunum bætt við rjómann hægt og rólega. Þegar rjóminn er stífþeyttur er Mascarpone ostinum bætt í og hrært saman við rjómann. Dýfið Ladyfingers kexinu í kalt kaffið og raðið í stórt mót eða í litlar skálar eins og ég valdi að gera hér. Ef þið viljið hafa Kahlúa þá er því blandað saman við kaffið. Setjið lag af rjómanum yfir kexið og endurtakið tvisvar. Ég er með grunnar skálar svo ég náði bara einu lagi en það kom ekki að sök. Sigtið kakódufti yfir og leyfið Tiramisuinu að standa í kæli í að minnsta kosti fjórar klukkustundir, best yfir nótt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s