Mars óskalisti

Ég var að fatta að það er kominn mars og ég gleymdi að setja inn febrúar óskalista! Liður sem mig langaði að hafa hér á blogginu, óskalisti í hverjum mánuði og ég klikka strax á öðrum mánuðinum. Ég ætla að reyna að gera gott úr þessu samt og við látum eins og ekkert hafi gleymst.

Adidas Ultraboost – mig vantar svo nýja hlaupaskó og ég er mjög spennt fyrir þessum. Ég bið kannski bara Oliver um þá í afmælisgjöf. Þeir fást hér.

Eldfast mót – Ég er rosalega skotin í þessum eldföstu mótum úr Heimahúsinu og væri til í að eiga nokkrar stærðir af þeim. Þau eru svo falleg að það er bara hægt að bera fram matinn í þeim. Fást hér.

Gubi sófaborð – Þetta borð er búið að vera á óskalistanum svo lengi hjá mér. Ég er staðráðin í að þetta borð sé næsta fjárfesting. Við erum nefnilega ekki með neitt sófaborð eins og er. Ég er búin að kaupa nýja mottu sem bíður niðri í geymslu þar til ég er búin að kaupa nýjan sófa og þetta borð. Borðið fæst hér.

Black Honey kerti – Ég heyrði fyrst um þetta kerti í Heimsókn hjá Sindra, hann sagði að þessi ilmur væri hans uppáhalds. Þá verð ég að sjálfsögðu að prófa það! Ég hef fundið lyktina af því og hún er ótrúlega góð og ekki of sterk, ég þoli illa sterk ilmkerti. Ég þarf að gera mér ferð í Ármúlan að kaupa mér eitt. Fæst hér.

Sumarkjólar – Við fjölskyldan erum að fara með Emmu í fyrstu utanlandsferðina á næstunni til Florida. Við erum svo spennt og við mæðgur erum að safna sumarkjólum fyrir ferðina, ég keypti þennan sæta í Zara fyrir Emmu og mig langar í eins á mig! Þessi kjóll fæst hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s