Kjúklingalæri í paprikusósu

Vá hvað það er langt síðan ég setti inn bloggfærslu! Við Emma vorum veikar heima alla síðustu viku með covidlík einkenni, líklegast eftirköst af covid. Ég er loksins farin að hressast og komin með blogglöngun. Ég var með fullt af hugmyndum fyrir bolludaginn sem er einn uppáhalds dagurinn minn á árinu hérna fyrir bloggið sem ekkert varð úr útaf veikindum. Það verður bara að bíða betri tíma!

Hinsvegar þá gerði ég þennan rétt og vá hvað hann var góður, ef þið prófið einhvern rétt af blogginu mínu þá ætti það að vera þessi. Hann var sjúklega góður.

  • 1 pakki úrbeinuð kjúklingalæri (ég notaði um 650 gr)
  • 2 stórar rauðar paprikur
  • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar
  • 4-5 hvítlauksgeirar
  • 1-2 msk hunang
  • skvetta af ólífuolíu
  • safi úr hálfri sítrónu
  • 2 tsk papriku krydd
  • 1/2 tsk kúmín
  • 1 tsk chili flögur eða 1/2 tsk cayenne
  • salt og pipar

Byrjað er á því að skera niður paprikurnar og setja þær í eldfast mót ásamt ólífuolíu, salti og pipar. Paprikurnar eru settar inn í ofn á 200° í 20-30 mínútur eða þar til þær eru farnar að dökkna í hliðunum og orðnar mjúkar. Þegar paprikurnar eru tilbúnar þá eru þær teknar úr eldfasta mótinu og færðar í matvinnsluvél. Kjúklingalærin eru sett í sama eldfasta mót og paprikurnar voru í, sett er yfir lærin smá olía, salt og pipar og inn í ofn á 200° í um 20 mínútur. Á meðan er bætt við paprikurnar í matvinnsluvélina krukku af sólþurrkuðum tómötum (olían í krukkunni er líka sett með), hvítlauk, hunangi, ólífuolíu, sítrónusafa og kryddum. Þessu er öllu blandað vel saman í matvinnsluvél og þegar kjúklingurinn er búinn að vera inni í ofni í 20 mín er hann tekinn út. Paprikumaukinu er dreift yfir kjúklinginn og sett aftur inn í ofn í ca 10 mínútur, ég setti sítrónusneiðar með. Berið fram með hrísgrjónum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s