Amerískar pönnukökur

Gleðilegan konudag elsku konur! Ég elska svona daga þar sem maður heldur uppá fólkið í sínu lífi og gerir sér dagamun. Ég er extra þakklát fyrir allar konurnar í lífi mínu í dag, ég er einstaklega heppin að hafa alist upp með ótrúlega flottar konur í kringum mig sem eru mér miklar fyrirmyndir.

Ég elska amerískar pönnukökur, reyndar bara pönnukökur yfir höfuð. Ég legg samt ekki í að gera íslenskar pönnukökur en ég elska að gera amerískar um helgar hérna heima. Ég fann þessa uppskrift árið 2016 þegar ég og bróðir minn vorum bara tvö heima og ákváðum að gera okkur pönnukökur í kvöldmat. Ég setti hana beint í bookmark í símanum mínum því þessi uppskrift var alveg sjúklega góð. Pönnukökurnar eru ótrúlega „flöffí“ og góðar. Ég er búin að gera þessa uppskrift örugglega 100 sinnum og hún klikkar ekki. Ég mundi allt í einu áðan þegar ég var að henda í konudagspönnsur að ég ætti eftir að setja þessa uppskrift á bloggið og núna get ég bara komið hingað inn og séð uppskriftina á íslensku. Ég mæli með að þið prófið fyrir næsta bröns.

  • 1 bolli hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • hnífsodd af salti
  • 2 msk sykur
  • 3/4 bolli mjólk
  • 1 egg
  • 2 msk brætt smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • olía til steikingar (ég nota pam)

Byrjið á að blanda þurrefnum vel saman í skál. Í aðra skál blandið saman mjólkinni, egginu, smjörinu og vanilludropunum, leyfið smjörinu aðeins að kólna áður svo eggið eldist ekki. Blandið þurrefnunum varlega saman við. Ef deigið er of þykkt er 1-2 msk af mjólk bætt við. Látið deigið standa í 5 mínútur og hitið pönnu á miðlungs hita. Steikið þar til loftbólur myndast og snúið þá við.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s