Bananabrauð með hnetusmjörskremi

Í gær greindist ég með covid. Ég var búin að taka heimatest á hverjum degi og það var alltaf neikvætt. Svo í fyrradag vaknaði ég með mikinn hósta og beinverki og tók heimatest og enn og aftur var það neikvætt. Ég ákvað að drífa mig samt sem áður í pcr til þess að einangrunin myndi ekki lengjast en í dag erum við búin að vera heima í heila viku. Ég fékk svo skilaboðin í gær að ég væri með covid svo á föstudaginn ætti þetta að klárast hérna á heimilinu. Oliver átti að útskrifast í gær en hann hefur ekki ennþá fengið neitt um að hann sé útskrifaður svo við bíðum bara.

Emma er búin að vera mjög dugleg í þessu öllu saman en er farin að eiga smá erfitt með inniveruna og að mega ekki fara í leikskólan og hitta fjölskylduna. Hún skilur líka ekkert í þessu sem er erfitt. Það sem er búið að vera gott er að mega fara aðeins út en veðrið er ekki búið að vinna mikið með okkur. Ég ákvað í morgun að leyfa Emmu að baka með mér og við gerðum þetta sjúklega góða bananabrauð með hnetusmjörskremi. Það er fljótgert og ofur gómsætt, það fékk góð meðmæli frá öllum á heimilinu.

Bananabrauð

 • 2 stórir þroskaðir bananar
 • 50 gr smjör
 • 2 egg
 • 2 dl sykur
 • 3 dl hveiti
 • 1/2 dl mjólk
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1 tsk kanill
 • 1 dl súkkulaðidropar (eða eftir smekk)

Hitið ofinn í 175°. Bræðið smjörið og látið kólna aðeins. Hrærið egg og sykur þar til létt og ljóst. Bætið hveiti, lyftidufti, vanillusykri og kanil í deigið og blandið vel.  Bætið smjöri og stöppuðum bönunum og mjólk í deigið og blandið vel. Hrærið saman við súkkulaðinu og setjið deigið í smurt brauðform og bakið í 40-50 mínútur. Leyfið að kólna.

Hnetusmjörskrem

 • 200 gr mjúkt smjör
 • 2 dl flórsykur
 • 1/2 dl hnetusmjör

Byrjað er á að þeyta vel smjörið þar til það er orðið ljóst, bætið flórsykri saman við og þeytið þar til vel blandað saman. Setjið hnetusmjörið útí og þeytið saman við. Dreifið kreminu yfir bananabrauðið og njótið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s