Covid og nýtt heima

Jæja það hlaut að koma að þessu. Covid bankaði uppá á okkar heimili. Á þriðjudaginn var Oliver að fara að spila leik með fótboltaliðinu sínu og við Emma ætluðum með pabba mínum og bróður í sund. Oliver ákvað fyrir leikinn, beint eftir vinnu að taka heimapróf til öryggis, hann var ekki með nein einkenni, og það bara kom strax blússandi jákvætt. Við skelltum okkur öll samstundis í PCR próf og fengum út úr því 24 klukkutímum síðar. Oliver var jákvæður eins og við var að búast en við Emma neikvæðar. Ég er því komin í smitgát, Emma í sóttkví þar sem hún er óbólusett og Oliver í einangrun. Ég er fegin að við megum fara út í göngutúra en er orðin stressuð þar sem við Emma erum enn neikvæðar samkvæmt heimaprófi, ég er hrædd um að okkar einangrun verði mjög löng. Ég ætla að vera dugleg að testa mig heima og drífa mig beint í PCR ef ég fæ jákvætt.

Ég ákvað þar sem ég hef ekki haft neinn tíma til þess að elda neitt eða græja í eldhúsinu að sýna ykkur nýjustu kaupin mín. Ég elska að sjá svona hjá öðrum og vona að þið hafið gaman af því líka. Ég keypti mér þennan vasa frá Ferm Living sem mig er búið að langa í heillengi. Ég keypti hann loksins og er sjúklega ánægð. Um leið og við erum búin í þessu Covid veseni þá ætla ég að fara að finna einhverjar greinar eða eitthvað í hann. Oliver horfði á fallega vasann minn sem ég er svo ánægð með og kom með komment að hann minnti hann á svolítið, þið getið kannski bara ímyndað ykkur hvað hann á við, ætla ekki að hafa það eftir honum hér haha! Ég horfi bara framhjá því og finnst hann samt alveg jafn fallegur.

Oliver á afmæli 1. mars og ég 3. maí. Mamma hefur gefið Oliver mjög oft Nike peysu í afmælisgjöf, það hefur verið hennar go-to gjöf. Hún ákvað að bregða út af vananum og gefa okkur sameiginlega gjöf sem myndi nýtast okkur vel. Hún gaf okkur Ooni pizzaofn sem mig hefur langað í síðan í sumar þegar mamma og Hemmi fengu sér. Hún ákvað að vera ekkert að bíða með að gefa okkur hann og fengum við hann bara núna í fyrradag. Ég er í skýjunum með hann og er svo spennt að prófa hann. Ég get ekki beðið eftir sumarkvöldum með pizzum úr ofninum og hvítvíni með, verður æði. Takk kærlega fyrir okkur mamma og Hemmi!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s