Banana möffins

Í gærkvöldi fengum við skilaboð frá leikskólanum hennar Emmu að deildinni hennar yrði lokað daginn eftir, með rosalega litlum fyrirvara. Heba frænka mín sem býr í Danmörku er á landinu og gat bjargað okkur með að passa Emmu. Það var ótrúlega leiðinlegt veður eins og ég held að flestir hafi tekið eftir sem eru staddir á Íslandi. Heba ákvað að leyfa Emmu að baka með sér og hún var svo ánægð og montin með afraksturinn. Hún hámaði í sig fjórar möffins og gaf þeim háa einkunn. Ég spurði Hebu hvaða uppskrift hún hefði notað og hún notaði bananabrauðs uppskrift frá mömmu sem ég hef aldrei áður deilt hér nema hún setti bláber líka með, sem kom ótrúlega vel út. Síðan bakaði hún þær styttra en brauðið. En ef þið sleppið bláberjunum og bakið í 45 mínútur þá er þetta venjulegt, en mjög gott bananabrauð.

  • 2 stórir þroskaðir bananar
  • 50 gr smjör
  • 2 egg
  • 2 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 1/2 dl mjólk
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 tsk kanill
  • Bláber eftir smekk

Hitið ofinn í 175°. Bræðið smjörið og látið kólna aðeins. Hrærið egg og sykur þar til létt og ljóst. Bætið hveiti, lyftidufti, vanillusykri og kanil í deigið og blandið vel.  Bætið smjöri og stöppuðum banönum og mjólk í deigið og blandið vel.  Setjið botnfylli í hvert möffinsform og bakið í 20-25 mínútur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s